Héraðsvötn og Kjalölduveitu í nýtingarflokk Jens Garðar Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 6. júní 2025 11:33 Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Ólafur Adolfsson Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar