Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 12:03 Graeme Souness var eitilharður á velli og spilandi þjálfari Rangers þegar 17 ára Arnar Grétarsson kom til skoska stórveldisins. Samsett/Getty/Timarit.is(DV) Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. „Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan.
Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17