Fullviss um að ferðabannið hafi ekki áhrif á Ólympíuleikana Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 13:55 Casey Wasserman er formaður Ólympíunefndar Bandaríkjanna, sem skipuleggur leikana í Los Angeles 2028. Joe Scarnici/Getty Images for American Honda Formaður Ólympíunefndar Bandaríkjanna er fullviss um að ferðabann sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett muni ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Íþróttafólk og aðstandendur þeirra fá undanþágu frá ferðabanninu og verið er að vinna í undanþágu fyrir stuðningsfólk. Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað að ferðast til Bandaríkjanna þegar ferðabannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara fyrir íbúa Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Í tilkynningunni síðasta miðvikudag var tekið fram að bannið myndi ekki áhrif á íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi. Hins vegar kom ekkert fram um stuðningsfólk frá þessum þjóðum sem gætu hugsað sér að horfa á Ólympíuleikana. Þau eru ekki undanskilin banninu eins og er. Reynold Hoover, framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Bandaríkjanna, hélt því samt fram að ferðabannið myndi ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana. Ríkisstjórnin væri meðvituð um mikilvægi þeirra og myndi veita undanþágur frá ferðabanninu. Formaður nefndarinnar, Casey Wasserman, tók undir með framkvæmdastjóranum. „Allir aðilar sem koma að Ólympíuleikunum, og koma til borgarinnar fyrir og eftir leikana, það er mjög skýrt að ríkisstjórnin skilur að reglurnar þarf að aðlaga að þeim. Það hefur verið gert [með undanþágum fyrir íþróttafólk] og við erum sannfærð um að það verði gert áfram [með undanþágum fyrir stuðningsfólk]“ sagði Wasserman og tók fram að hann hefði ekki áhyggjur af áhrifum ferðabannsins á miðasölu. Ólympíuleikarnir 2028 í Bandaríkjunum verða haldnir í kjölfari heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2026. Þar eru í gildi sömu reglur um íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi, en ekki hefur komið fram hvort undanþága verði veitt fyrir stuðningsfólk frá ofangreindum ríkjum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað að ferðast til Bandaríkjanna þegar ferðabannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara fyrir íbúa Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Í tilkynningunni síðasta miðvikudag var tekið fram að bannið myndi ekki áhrif á íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi. Hins vegar kom ekkert fram um stuðningsfólk frá þessum þjóðum sem gætu hugsað sér að horfa á Ólympíuleikana. Þau eru ekki undanskilin banninu eins og er. Reynold Hoover, framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Bandaríkjanna, hélt því samt fram að ferðabannið myndi ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana. Ríkisstjórnin væri meðvituð um mikilvægi þeirra og myndi veita undanþágur frá ferðabanninu. Formaður nefndarinnar, Casey Wasserman, tók undir með framkvæmdastjóranum. „Allir aðilar sem koma að Ólympíuleikunum, og koma til borgarinnar fyrir og eftir leikana, það er mjög skýrt að ríkisstjórnin skilur að reglurnar þarf að aðlaga að þeim. Það hefur verið gert [með undanþágum fyrir íþróttafólk] og við erum sannfærð um að það verði gert áfram [með undanþágum fyrir stuðningsfólk]“ sagði Wasserman og tók fram að hann hefði ekki áhyggjur af áhrifum ferðabannsins á miðasölu. Ólympíuleikarnir 2028 í Bandaríkjunum verða haldnir í kjölfari heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2026. Þar eru í gildi sömu reglur um íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi, en ekki hefur komið fram hvort undanþága verði veitt fyrir stuðningsfólk frá ofangreindum ríkjum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira