Fullviss um að ferðabannið hafi ekki áhrif á Ólympíuleikana Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 13:55 Casey Wasserman er formaður Ólympíunefndar Bandaríkjanna, sem skipuleggur leikana í Los Angeles 2028. Joe Scarnici/Getty Images for American Honda Formaður Ólympíunefndar Bandaríkjanna er fullviss um að ferðabann sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett muni ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Íþróttafólk og aðstandendur þeirra fá undanþágu frá ferðabanninu og verið er að vinna í undanþágu fyrir stuðningsfólk. Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað að ferðast til Bandaríkjanna þegar ferðabannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara fyrir íbúa Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Í tilkynningunni síðasta miðvikudag var tekið fram að bannið myndi ekki áhrif á íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi. Hins vegar kom ekkert fram um stuðningsfólk frá þessum þjóðum sem gætu hugsað sér að horfa á Ólympíuleikana. Þau eru ekki undanskilin banninu eins og er. Reynold Hoover, framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Bandaríkjanna, hélt því samt fram að ferðabannið myndi ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana. Ríkisstjórnin væri meðvituð um mikilvægi þeirra og myndi veita undanþágur frá ferðabanninu. Formaður nefndarinnar, Casey Wasserman, tók undir með framkvæmdastjóranum. „Allir aðilar sem koma að Ólympíuleikunum, og koma til borgarinnar fyrir og eftir leikana, það er mjög skýrt að ríkisstjórnin skilur að reglurnar þarf að aðlaga að þeim. Það hefur verið gert [með undanþágum fyrir íþróttafólk] og við erum sannfærð um að það verði gert áfram [með undanþágum fyrir stuðningsfólk]“ sagði Wasserman og tók fram að hann hefði ekki áhyggjur af áhrifum ferðabannsins á miðasölu. Ólympíuleikarnir 2028 í Bandaríkjunum verða haldnir í kjölfari heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2026. Þar eru í gildi sömu reglur um íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi, en ekki hefur komið fram hvort undanþága verði veitt fyrir stuðningsfólk frá ofangreindum ríkjum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað að ferðast til Bandaríkjanna þegar ferðabannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara fyrir íbúa Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Í tilkynningunni síðasta miðvikudag var tekið fram að bannið myndi ekki áhrif á íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi. Hins vegar kom ekkert fram um stuðningsfólk frá þessum þjóðum sem gætu hugsað sér að horfa á Ólympíuleikana. Þau eru ekki undanskilin banninu eins og er. Reynold Hoover, framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Bandaríkjanna, hélt því samt fram að ferðabannið myndi ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana. Ríkisstjórnin væri meðvituð um mikilvægi þeirra og myndi veita undanþágur frá ferðabanninu. Formaður nefndarinnar, Casey Wasserman, tók undir með framkvæmdastjóranum. „Allir aðilar sem koma að Ólympíuleikunum, og koma til borgarinnar fyrir og eftir leikana, það er mjög skýrt að ríkisstjórnin skilur að reglurnar þarf að aðlaga að þeim. Það hefur verið gert [með undanþágum fyrir íþróttafólk] og við erum sannfærð um að það verði gert áfram [með undanþágum fyrir stuðningsfólk]“ sagði Wasserman og tók fram að hann hefði ekki áhyggjur af áhrifum ferðabannsins á miðasölu. Ólympíuleikarnir 2028 í Bandaríkjunum verða haldnir í kjölfari heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2026. Þar eru í gildi sömu reglur um íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi, en ekki hefur komið fram hvort undanþága verði veitt fyrir stuðningsfólk frá ofangreindum ríkjum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira