„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 22:10 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira