Mamma er gulur góð einkunn? Díana Dögg Víglundsdóttir skrifar 7. júní 2025 10:01 Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar