Mamma er gulur góð einkunn? Díana Dögg Víglundsdóttir skrifar 7. júní 2025 10:01 Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar