Lárus Orri fann ekki til með markverði Skota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:31 Cieran Slicker horfir á boltann í markinu sínu en íslensku landsliðsmennirnir Andri Lucas Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson fagna. Getty/Andrew Milligan Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann Skota 3-1 í vináttulandsleik á Hampden Park í gærkvöldi en markvörður Skota átti hræðilegan dag í sínum fyrsta landsleik. Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira