Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 09:00 Heimir Hallgrímsson hefur fengið sinn skammt af gagnrýni frá írskum knattspyrnuspekingum en er nú farinn að vinna þá á sitt band. Getty/Stephen McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira