Þingmaður til sölu – bátur fylgir með Sigríður Svanborgardóttir skrifar 8. júní 2025 07:00 Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun