Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 11:32 Harry Kane reddaði málunum fyrir Thomas Tuchel og lærisveina hans en þýski þjálfarinn var ekki sáttur þrátt fyrir sigur. Getty/Alex Caparros/Judit Cartiel Enska landsliðið er á toppi síns riðils í undankeppni HM með fullt hús og hreint mark en frammistaðan hefur þó ekki verið að heilla marga. Einn af þeim sem er ósáttur er sjálfur landsliðsþjálfarinn. Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira