Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. júní 2025 19:32 Bandaríkjaforseti hefur kallað út þjóðvarðarliðið. AP Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn. Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira