„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Fyrirliðinn Hákon Arnar. Andrew Milligan/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. „Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
„Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01
„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35
Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02