Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 10:33 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýmsar framandi hugmyndir um heilbrigðisvísindi, þar á meðal um bóluefni sem hafa bjargað milljónum mannslífa um allan heim. AP/Jose Luis Magana Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira