Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 21:39 Alma Möller heilbrigðisráðherra og Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna. Samsett/Vilhelm/Endósamtökin Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum í ljósi þess að Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka niðurgreiddum aðgerðum einkarekinnar stofu vegna sjúkdómsins. Samtökin skora á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða ákvörðunina og óska eftir auknu samráði í mótun á þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent