Losar Alþingi um leyfisveitinga-flækjuna? Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 11. júní 2025 07:02 Á bak við hverja virkjun, hverja jarðvinnu og hverja raflínu liggur langt og strangt ferli skipulags og leyfisveitinga. Í orku- og veitumálum hafa leyfisveitingar og skipulagsmál, á vegum ríkis og sveitarfélaga, orðið að þröskuldi sem hægir á orkuskiptum, fjárfestingum og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Ísland hefur ekki efni á að viðhalda slíku ástandi mikið lengur. Í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur á undanförnum árum verið unnið hörðum höndum að því að móta löggjöf til einföldunar á leyfisveitingaferlum og hafa þó nokkur frumvörp í þá veru farið í gegnum samráð í samráðsgátt stjórnvalda og verið lögð fyrir Alþingi sem lagafrumvörp. Búast má við að á síðustu dögum þingsins verði teknar ákvarðanir um það hvaða þingmál hljóta afgreiðslu og hvaða þingmál þurfa að bíða til næsta vetrar. Þar sem nokkuð góð sátt virðist vera meðal þingflokka um mikilvægi þess að á Íslandi verði hægt að virkja orku til að stuðla að orkuskiptum, viðhalda samkeppnishæfni þjóðarinnar og mæta ört vaxandi samfélagi má ætla, eða að minnsta kosti vona, að þau lagafrumvörp sem snúa að einföldun leyfisveitinga komist í gegnum þingið að þessu sinni. Um alla Evrópu er verið að stíga mikilvæg skref til að tryggja að lönd komist í gegnum orkuskiptin, að kolefnishlutleysi verði náð á næstu áratugum og að Evrópa verði óháð jarðaefnaeldsneyti frá ríkjum sem ekki er hægt að treysta með tilliti til öryggis- og varnarmála. Frá Þýskalandi má finna gott dæmi um raunverulegan árangur í þessum efnum. Þannig tókst Þjóðverjum að margfalda leyfisveitingar fyrir vindorku – úr innan við 2 GW árið 2022 í næstum 15 GW árið 2024. Þetta var ekki tilviljun, heldur afrakstur yfirgripsmikillar lagasetningar og markvissra aðgerða; umsóknarferli voru stytt, ábyrgð skýrð, málsmeðferðarreglur einfaldaðar og endurnýjanleg orka skilgreind sem almannahagsmunamál. Settar voru skýrar kröfur um landnýtingu til að tryggja að land yrði nýtt undir vindorku og sveitarstjórnarstigið tæki ábyrgð og bæri skyldur í þeim efnum. Með breytingum á fjölda laga og skýrri stefnumótun stjórnvalda fór kerfið að virka og leyfi eru nú afgreidd fljótt og örugglega. Á Íslandi eru nú nokkur frumvörp í þinglegri meðferð sem varða einföldun regluverks, rammaáætlun og stjórnsýslu leyfisveitinga. Flest þeirra mála hafa verið í vinnslu í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála síðan á síðasta kjörtímabili og ættu að njóta víðtæks þingsstuðnings. Þá verður að undirstrika að í núverandi kerfi rammaáætlunar er það á ábyrgð þingsins að orkunýtingarflokkkur rammaáætlunar mæti ávallt þörfum þjóðarinnar um orkuframleiðslu og orkuöryggi til lengri tíma. Að samþykkja þessi frumvörp nú – áður en Alþingi fer í sumarhlé – væri tákn um vilja og skynsemi, að stjórnsýsla og lagasetning geti unnið með framtíðarsýn þjóðarinnar, en ekki á móti henni. Við vitum hvert við viljum fara. Til að komast þangað þurfum við stjórnsýslu sem virkar – og löggjafarvald sem treystir henni til þess. Höfundur er lögfræðingur Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Orkumál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á bak við hverja virkjun, hverja jarðvinnu og hverja raflínu liggur langt og strangt ferli skipulags og leyfisveitinga. Í orku- og veitumálum hafa leyfisveitingar og skipulagsmál, á vegum ríkis og sveitarfélaga, orðið að þröskuldi sem hægir á orkuskiptum, fjárfestingum og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Ísland hefur ekki efni á að viðhalda slíku ástandi mikið lengur. Í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur á undanförnum árum verið unnið hörðum höndum að því að móta löggjöf til einföldunar á leyfisveitingaferlum og hafa þó nokkur frumvörp í þá veru farið í gegnum samráð í samráðsgátt stjórnvalda og verið lögð fyrir Alþingi sem lagafrumvörp. Búast má við að á síðustu dögum þingsins verði teknar ákvarðanir um það hvaða þingmál hljóta afgreiðslu og hvaða þingmál þurfa að bíða til næsta vetrar. Þar sem nokkuð góð sátt virðist vera meðal þingflokka um mikilvægi þess að á Íslandi verði hægt að virkja orku til að stuðla að orkuskiptum, viðhalda samkeppnishæfni þjóðarinnar og mæta ört vaxandi samfélagi má ætla, eða að minnsta kosti vona, að þau lagafrumvörp sem snúa að einföldun leyfisveitinga komist í gegnum þingið að þessu sinni. Um alla Evrópu er verið að stíga mikilvæg skref til að tryggja að lönd komist í gegnum orkuskiptin, að kolefnishlutleysi verði náð á næstu áratugum og að Evrópa verði óháð jarðaefnaeldsneyti frá ríkjum sem ekki er hægt að treysta með tilliti til öryggis- og varnarmála. Frá Þýskalandi má finna gott dæmi um raunverulegan árangur í þessum efnum. Þannig tókst Þjóðverjum að margfalda leyfisveitingar fyrir vindorku – úr innan við 2 GW árið 2022 í næstum 15 GW árið 2024. Þetta var ekki tilviljun, heldur afrakstur yfirgripsmikillar lagasetningar og markvissra aðgerða; umsóknarferli voru stytt, ábyrgð skýrð, málsmeðferðarreglur einfaldaðar og endurnýjanleg orka skilgreind sem almannahagsmunamál. Settar voru skýrar kröfur um landnýtingu til að tryggja að land yrði nýtt undir vindorku og sveitarstjórnarstigið tæki ábyrgð og bæri skyldur í þeim efnum. Með breytingum á fjölda laga og skýrri stefnumótun stjórnvalda fór kerfið að virka og leyfi eru nú afgreidd fljótt og örugglega. Á Íslandi eru nú nokkur frumvörp í þinglegri meðferð sem varða einföldun regluverks, rammaáætlun og stjórnsýslu leyfisveitinga. Flest þeirra mála hafa verið í vinnslu í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála síðan á síðasta kjörtímabili og ættu að njóta víðtæks þingsstuðnings. Þá verður að undirstrika að í núverandi kerfi rammaáætlunar er það á ábyrgð þingsins að orkunýtingarflokkkur rammaáætlunar mæti ávallt þörfum þjóðarinnar um orkuframleiðslu og orkuöryggi til lengri tíma. Að samþykkja þessi frumvörp nú – áður en Alþingi fer í sumarhlé – væri tákn um vilja og skynsemi, að stjórnsýsla og lagasetning geti unnið með framtíðarsýn þjóðarinnar, en ekki á móti henni. Við vitum hvert við viljum fara. Til að komast þangað þurfum við stjórnsýslu sem virkar – og löggjafarvald sem treystir henni til þess. Höfundur er lögfræðingur Samorku.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun