„Óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 12:00 Elísabet Gunnarsdóttir er á leið á EM í Sviss sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hún tók við liðinu í janúar. Getty/Alex Bierens de Haan Samkvæmt belgískum miðlum kom ekkert sérstaklega á óvart í vali Elísabetar Gunnarsdóttur á EM-hópi Belgíu fyrir mótið sem hefst í Sviss eftir þrjár vikur. Hún segir sjálf óhjákvæmilegt að nú séu einhers staðar brostin hjörtu. Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir. EM 2025 í Sviss Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira