Þorði ekki í mikilvægan landsleik af ótta við stefnu Trumps Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 07:02 Raiko Arozarena vildi ekki taka áhættuna á að fara til Kúbu og missti af afar mikilvægum landsleik. Getty/Megan Briggs Kúbverjar eru úr leik í undankeppni HM karla í fótbolta en kannski ættu þeir enn von ef að markvörður þeirra og fyrirliði hefði þorað að yfirgefa Bandaríkin til að spila lykilleik gegn Bermúda. Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira
Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira