Frjór jarðvegur fyrir glæpagengi til að festa rætur Halldóra Mogensen skrifar 13. júní 2025 09:32 Dómsmálaráðherra benti réttilega á í nýlegri grein að Ísland stendur frammi fyrir vaxandi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Hún vísaði til reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum, þar sem gengjastríð og ofbeldi hafa orðið að skelfilegum veruleika, og ungmenni eru notuð sem verkfæri glæpahópa. Lausnin sem ráðherra leggur til er að læra af Norðurlöndunum með því að herða refsingar, efla lögreglu og auka valdheimildir hennar. En ég vil hvetja ráðherra til að draga dýpri lærdóm af reynslu nágranna okkar. Í stað þess að hlaupa strax af stað að herða refsingar og auka valdheimildir lögreglu, vil ég hvetja dómsmálaráðherra til spyrja fyrst: Hvers vegna eru ungmenni yfir höfuð móttækileg fyrir því að ganga til liðs við glæpahópa? Hvernig hefur samfélagið brugðist þeim áður en til glæpanna kom? Hvers vegna blómstrar svartur markaður með vímuefni? Og hvers vegna virðist hörð refsi- og bannstefna í vímuefnamálum ekki skila öðrum árangri en auknu ofbeldi og glæpum? Þegar við ræðum aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi er ekki einmitt mikilvægast að horfast í augu við þá samfélagslegu þróun sem skapar frjósaman jarðveg fyrir hana? Samfélag sem bregst ungu fólki Rannsóknir sýna að andleg líðan ungs fólks á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur versnað mikið síðasta áratug. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki eru orðin hluti af daglegu lífi fjölmargra ungmenna. Ungt fólk á öllum Norðurlöndunum fær í auknum mæli ekki þá þjónustu og stuðning sem það þarf. Þjónustukerfin ráða illa við eftirspurn, félagslegur stuðningur hefur veikst og skólakerfið nær síður að veita öryggi. Ísland sker sig þó sérstaklega úr hvað varðar umfang vandans og skort á lausnum. Í slíku ástandi, þar sem kerfið bregst og vonin dofnar, verður vímuefnaneysla oft aðlaðandi kostur. Svíþjóð og önnur lönd með stranga refsi- og bannstefnu í vímuefnamálum eru að sjá meiri og verri glæpi en lönd sem taka upp skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki tilviljun að Svíþjóð, með eina ströngustu vímuefnastefnu í Evrópu, hefur nú lang versta gengjavandann á Norðurlöndunum. Í sænskri rannsókn hafa sérfræðingar í afbrotafræði og félagsfræði bent á að glæpagengi sæki sérstaklega í ungmenni sem búa í vanræktum hverfum í jaðarsettum samfélögum sem treysta síður hinu opinbera og stofnunum þess. Glæpahópar nýta sér einstaklinga í félagslega veikri stöðu. Ef við viljum koma í veg fyrir þessa þróun þurfum við að tryggja að ungt fólk eigi raunverulega valkosti. Við gerum þetta með því að byggja upp samfélag þar sem þau finna til öryggis, samfélag sem þau tilheyra og finna tilgang í að taka þátt í. Þegar refsingar gera illt verra Sænskir sérfræðingar í afbrotafræði hafa bent á að refsi- og bannstefnan í fíkniefnamálum hefur eflt skipulagða glæpastarfsemi og stuðlað að gengjamyndun í Svíþjóð. Þeir benda á að með því að setja vímuefnamarkaðinn algjörlega utan laganna, gefur ríkið glæpagengjum einokun á þessum arðbæra markaði. Sala á vímuefnum færir gríðarlegt fjármagn í hendur hættulegra glæpamanna sem nota gróðann til að fjármagna aðra glæpi. Stríðið gegn vímuefnum ýtir beinlínis undir ofbeldi, ójöfnuð og fleiri samfélagsvandamál. Ef við eigum að læra eitthvað af Svíunum þá er það að segja skilið við þessa skaðlegu stefnu. Upprætum tekjustofn glæpagengjanna Það er gríðarlega mikilvægt öryggismál að sporna við skipulagðri brotastarfsemi en öryggi skapast ekki með því að fara í vígbúnaðarkapphlaup við glæpamenn. Lykillinn að raunverulegum árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi er að fjarlægja grundvöll starfseminnar. Ef við regluvæðum vímuefni drögum við úr völdum glæpamanna með því að taka af þeim markaðinn og fjármagnið. Með peningunum sem sparast í refsivörslukerfinu er hægt að fjárfesta í félagslegum úrræðum, fræðslu, meðferðarúrræðum, andlegri heilsu og menntun. Með því að tryggja að grunnþörfum fólks sé mætt minnkum við svo eftirspurnina eftir vímuefnunum sem glæpagengin stórgræða á. Öryggi byggist ekki á vopnum heldur valkostum Það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn glæpum án þess að horfast í augu við að sumt af því sem við köllum glæpi eru bein afleiðing skaðlegrar vímuefnastefnu, vanrækslu, fátæktar og skorts á valkostum. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir öruggu samfélagi, þurfum við fyrst að gangast við því að við erum ekki að gera nægilega vel fyrir stóra hópa af fólki og setja það í forgang að byggja samfélag sem skilur engann eftir. Við þurfum að byggja brýr í stað þess að reisa múra. Það er lærdómurinn sem ég hvet dómsmálaráðherra til að draga af þróun mála í Norðurlöndunum. Höfundur er áhugamanneskja um mannvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra benti réttilega á í nýlegri grein að Ísland stendur frammi fyrir vaxandi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Hún vísaði til reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum, þar sem gengjastríð og ofbeldi hafa orðið að skelfilegum veruleika, og ungmenni eru notuð sem verkfæri glæpahópa. Lausnin sem ráðherra leggur til er að læra af Norðurlöndunum með því að herða refsingar, efla lögreglu og auka valdheimildir hennar. En ég vil hvetja ráðherra til að draga dýpri lærdóm af reynslu nágranna okkar. Í stað þess að hlaupa strax af stað að herða refsingar og auka valdheimildir lögreglu, vil ég hvetja dómsmálaráðherra til spyrja fyrst: Hvers vegna eru ungmenni yfir höfuð móttækileg fyrir því að ganga til liðs við glæpahópa? Hvernig hefur samfélagið brugðist þeim áður en til glæpanna kom? Hvers vegna blómstrar svartur markaður með vímuefni? Og hvers vegna virðist hörð refsi- og bannstefna í vímuefnamálum ekki skila öðrum árangri en auknu ofbeldi og glæpum? Þegar við ræðum aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi er ekki einmitt mikilvægast að horfast í augu við þá samfélagslegu þróun sem skapar frjósaman jarðveg fyrir hana? Samfélag sem bregst ungu fólki Rannsóknir sýna að andleg líðan ungs fólks á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur versnað mikið síðasta áratug. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki eru orðin hluti af daglegu lífi fjölmargra ungmenna. Ungt fólk á öllum Norðurlöndunum fær í auknum mæli ekki þá þjónustu og stuðning sem það þarf. Þjónustukerfin ráða illa við eftirspurn, félagslegur stuðningur hefur veikst og skólakerfið nær síður að veita öryggi. Ísland sker sig þó sérstaklega úr hvað varðar umfang vandans og skort á lausnum. Í slíku ástandi, þar sem kerfið bregst og vonin dofnar, verður vímuefnaneysla oft aðlaðandi kostur. Svíþjóð og önnur lönd með stranga refsi- og bannstefnu í vímuefnamálum eru að sjá meiri og verri glæpi en lönd sem taka upp skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki tilviljun að Svíþjóð, með eina ströngustu vímuefnastefnu í Evrópu, hefur nú lang versta gengjavandann á Norðurlöndunum. Í sænskri rannsókn hafa sérfræðingar í afbrotafræði og félagsfræði bent á að glæpagengi sæki sérstaklega í ungmenni sem búa í vanræktum hverfum í jaðarsettum samfélögum sem treysta síður hinu opinbera og stofnunum þess. Glæpahópar nýta sér einstaklinga í félagslega veikri stöðu. Ef við viljum koma í veg fyrir þessa þróun þurfum við að tryggja að ungt fólk eigi raunverulega valkosti. Við gerum þetta með því að byggja upp samfélag þar sem þau finna til öryggis, samfélag sem þau tilheyra og finna tilgang í að taka þátt í. Þegar refsingar gera illt verra Sænskir sérfræðingar í afbrotafræði hafa bent á að refsi- og bannstefnan í fíkniefnamálum hefur eflt skipulagða glæpastarfsemi og stuðlað að gengjamyndun í Svíþjóð. Þeir benda á að með því að setja vímuefnamarkaðinn algjörlega utan laganna, gefur ríkið glæpagengjum einokun á þessum arðbæra markaði. Sala á vímuefnum færir gríðarlegt fjármagn í hendur hættulegra glæpamanna sem nota gróðann til að fjármagna aðra glæpi. Stríðið gegn vímuefnum ýtir beinlínis undir ofbeldi, ójöfnuð og fleiri samfélagsvandamál. Ef við eigum að læra eitthvað af Svíunum þá er það að segja skilið við þessa skaðlegu stefnu. Upprætum tekjustofn glæpagengjanna Það er gríðarlega mikilvægt öryggismál að sporna við skipulagðri brotastarfsemi en öryggi skapast ekki með því að fara í vígbúnaðarkapphlaup við glæpamenn. Lykillinn að raunverulegum árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi er að fjarlægja grundvöll starfseminnar. Ef við regluvæðum vímuefni drögum við úr völdum glæpamanna með því að taka af þeim markaðinn og fjármagnið. Með peningunum sem sparast í refsivörslukerfinu er hægt að fjárfesta í félagslegum úrræðum, fræðslu, meðferðarúrræðum, andlegri heilsu og menntun. Með því að tryggja að grunnþörfum fólks sé mætt minnkum við svo eftirspurnina eftir vímuefnunum sem glæpagengin stórgræða á. Öryggi byggist ekki á vopnum heldur valkostum Það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn glæpum án þess að horfast í augu við að sumt af því sem við köllum glæpi eru bein afleiðing skaðlegrar vímuefnastefnu, vanrækslu, fátæktar og skorts á valkostum. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir öruggu samfélagi, þurfum við fyrst að gangast við því að við erum ekki að gera nægilega vel fyrir stóra hópa af fólki og setja það í forgang að byggja samfélag sem skilur engann eftir. Við þurfum að byggja brýr í stað þess að reisa múra. Það er lærdómurinn sem ég hvet dómsmálaráðherra til að draga af þróun mála í Norðurlöndunum. Höfundur er áhugamanneskja um mannvænt samfélag.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar