Ísland smíðar – köllum á hetjurnar okkar Einar Mikael Sverrisson skrifar 13. júní 2025 11:31 Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun