Flokkarnir sem raunverulega öttu viðkvæmum hópum saman og þeir sem þrífa upp eftir þá Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. júní 2025 09:02 Nýtt örorkulífeyriskerfi á að taka gildi 1. september næstkomandi. Um er að ræða kerfi sem varð að lögum fyrir um ári síðan, þegar báðir gömlu valdaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sátu í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum, sem eru ekki lengur á meðal þingflokka eftir að hafa verið hafnað af kjósendum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra í ríkisstjórn þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sagði við það tilefni að þáttaskil hefðu orðið. „Ákall hefur verið eftir því í ár og áratugi að kerfinu yrði breytt og það gerðist í dag. Til hamingju við öll og til hamingju Ísland […] Með breytingunum tökum við betur utan um fólk en áður og búum til hvata til að gera því kleift að blómstra. Grunnhugsunin er sú að við séum öll með og skiptum öll máli.“ Öryrkjar látnir borga fyrir kjarasamninga Upphaflega stóð til að láta kerfið taka gildi um síðustu áramót en því var frestað til að búa til fjárhagslegt svigrúm fyrir ríkissjóð til að borga fyrir kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári. Kjarabótum öryrkja var frestað vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki hugsað sér að afla nýrra tekna, til dæmis með innheimtu auðlindagjalda á breiðustu bök samfélagsins, svo hægt væri að liðka fyrir ró og fyrirsjáanleika á vinnumarkaði. Ekki var heldur forsvaranlegt að bæta þeim kostnaði á þegar digran yfirdráttinn sem ríkisstjórn ósjálfbærra skattalækkana hafði rekið sig á árum saman. Nei, öryrkjar, sem margir hverjir eru á meðal fátækustu landsmanna, skyldu borga þetta. Greiðslur upp á rúmlega tíu milljarða króna sem áttu að fara til þeirra á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru slegnar af. Bjuggu til væntingar sem lögin þeirra standa ekki undir Til útskýringar þá felur kerfið í sér gríðarlegar breytingar með miklum kostnaði. Samkvæmt tilkynningu síðustu ríkisstjórnar, sem innihélt bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn, þá átti það að tryggja að 95 prósent örorkulífeyrisþega myndu fá hærri lífeyrisgreiðslur. Fólk sem fær greiddan örorkulífeyri gæti, í nýju kerfi, haft 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Fólk sem fær greiddan hluta örorkulífeyris og er í hlutastarfi ætti að geta haft 350 þúsund krónur í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Þá var lögð áhersla á „hvata til atvinnuþátttöku og að ryðja burtu hindrunum fyrir þau sem geta og vilja fara út á vinnumarkað. Stuðningur er auk þess aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.“ Kostnaður við þessar breytingar var metinn á 18,1 milljarð króna á ári. Eftir að þetta var allt samþykkt sprakk svo ríkisstjórnin, önnur var kosin til valda og það féll í hennar hlut að innleiða örorkukerfið sem búið var að gefa væntingar um að myndi auka tekjur 95 prósent öryrkja. Annar hópurinn hefði þurft að borga fyrir hinn Komið hefur í ljós að öryrkjar munu að óbreyttu ekki fá þá kjarabót sem síðasta ríkisstjórn lofaði þeim. Greining tryggingastærðfræðings sýndi að hluti þess 18,1 milljarðs króna sem á að verja í að bæta kjör fólks í nýja kerfinu myndi að óbreyttu leiða til lækkunar á útgjöldum lífeyrissjóða. Í nýlega framlögðu frumvarpi um víxlverkun greiðslna segir: „Metið er að taki lífeyrissjóðir fullt tekjutillit til greiðslna almannatrygginga muni útgjöld þeirra lækka um 6 milljarða kr. á ári, en útgjöld ríkissjóðs aukast um 2 milljarða kr. og greiðslur til örorkulífeyrisþega lækka um 4 milljarða kr. eftir gildistöku nýja greiðslukerfisins. Afar brýnt er þannig að rjúfa víxlverkunina varanlega.“ Það hefur sem sagt komið í ljós að ef ekkert verður að gert munu örorkulífeyrisþegar fá samanlagt fjórum milljörðum krónum minna en síðasta ríkisstjórn lofaði þeim. Það er vegna þess að örorkulífeyrir almannatrygginga hefur áhrif á útreikning örorkulífeyris hjá lífeyrissjóðunum, og öfugt. Það finnst sitjandi ríkisstjórn með öllu ótækt og hefur því brugðist við með áðurnefndu frumvarpi um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna. Á mannamáli þýðir það að lífeyrissjóðum verður óheimilt að láta örorkugreiðslur frá Tryggingastofnun lækka greiðslur frá lífeyrissjóðunum. Þannig hefur staðan reyndar verið frá 2011, vegna bráðabirgðaákvæðis sem er í lögum, en með frumvarpinu verður það endanlega fest í lög. Ábyrg afstaða að bregðast við Nú fer þetta fyrst að verða flókið. Lífeyrissjóðum hefur hingað til verið bætt upp tap vegna þessa með svokölluðu jöfnunarsjóðsframlagi. Það á að falla niður um næstu mánaðamót. Nýju lögin myndu því að óbreyttu búa til umtalsvert tap hjá sumum lífeyrissjóðum, sem gæti leitt til þess að ellilífeyrir sem þeir greiða út myndi lækka. Það er auðvitað ótækt. Það er ekki hægt að láta ellilífeyrisþega greiða fyrir hærri greiðslur til örorkulífeyrisþega. Það er einfaldlega ósanngjarnt. Og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur verið mjög skýr með að það standi ekki til. Jöfnunarframlag til lífeyrissjóða verður endurskoðað til að mæta áhrifum á þá. Í samtali við Vísi sagði hann: „Það hefur alltaf legið fyrir að þetta sé ekki reikningur sem endar hjá ellilífeyrisþegum.“ Í samtali við RÚV bætti Daði við: „Ég held að þetta snúist um skort á trausti milli ríkisins og lífeyrissjóðanna. Þrátt fyrir alveg skýr skilaboð mín, um að það eigi ekki að eiga sér stað að við séum að skoða endurskoðun á jöfnunarframlaginu, að þá einfaldlega í ljósi sögunnar hafa þeir ekki fyllilega trúað mér. En ég er að segja við þig, það geta þeir gert.“ Þetta er ábyrg afstaða ríkisstjórnar sem tekur hagsmuni viðkvæmra hópa í samfélaginu mjög alvarlega og vill að stjórnvöld búi yfir trúverðugleika, að það sem þau segi standi, sama þótt um sé að ræða kerfi sem komið hafi verið á af síðustu ríkisstjórn sem sú nýja hafi þurft að laga og þrífa upp eftir vegna, líkt og í svo mörgu öðru. Þeir sem bera ábyrgð kenna öðrum um Nú skulum við sjá hvernig flokkarnir sem bera ábyrgð á þessari stöðu sem upp er komin tala um hana. Þar er ekki mikið um lausnir og heldur ekki mikið um ábyrgð, þrátt fyrir að þeirra ríkisstjórn hafi skapað það ójafnvægi sem blasir við. Nei, þeir treysta á að landsmenn muni ekki svo mikið sem ár aftur í tímann, gera ráð fyrir að þeir geti hvorki gúgglað né lesið sér til gagns og séu ginkeyptir fyrir upphrópunum og tilgerðarlegum hneykslunaráherslum. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í eldhúsdagsumræðum í vikunni að hún sæi ekki betur eða „að ríkisstjórnin ætli að berja niður verðbólguna með sleggju (innskot höfundar, verðbólga og vextir hafa lækkað marktækt frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við og hið opinbera er nú rekið réttu megin við í fyrsta sinn í mörg ár) og nú ætlar hún að beita sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Hér er ég að tala um hið stórhættulega frumvarp ríkisstjórnarinnar er varðar víxlverkun örorku. Þetta er ekki gæfuspor heldur atlaga að viðkvæmu jafnvægi og þetta hefur afleiðingar, afleiðingar fyrir réttindi lífeyrisþega, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið og þar með íslenskt samfélag.“ Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, skrifaði grein á Vísi í kjölfarið þar sem hún sagði meðal annars: „Við í Framsókn styðjum heilshugar bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu – það er hins vegar leiðin að markmiðinu sem við gagnrýnum. Við gerum það ekki með því að etja þjóðfélagshópum saman. Ef það er vilji þessarar ríkisstjórnar að ryðja út lagafrumvörpum í nafni verkstjórnar – frumvörpum sem skerða lífeyrisréttindi verkafólks, í beinni andstöðu við grunnréttindi fólks í landinu – þá er illa fyrir okkur komið.“ Formaður hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson sem var fjármála- og efnahagsráðherra þegar lögin voru sett, gekk enn lengra og sagði lagfæringar á lögum sem hann tók þátt í að setja vera „stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks“ og bætti við að Framsókn vildi „bæta kjör örorkulífeyrisþega, en það gerum við ekki með því að skerða áunnin, stjórnarskrárvarin réttindi fólks. […] Þjóðfélagshópum er stillt upp hvorum gegn öðrum.“ Svo mörg voru þau orð. Takmarkalaus óskammfeilni Óskammfeilnin í þessum talsmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á sér sennilega engin takmörk. Það hefur birst þjóðinni í mun fleiri málum sem fram hafa komið á þessu þingi en þessu. En það er staðreynd að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna sem atti öryrkjum og ellilífeyrisþegum saman með frumvarpi sem lofaði öryrkjum réttlátri kjarabót en gleymdi að segja að virkni þess yrði þannig að ellilífeyrisþegar myndu að óbreyttu þurfa að borga fyrir hluta þeirrar kjarabótar með skerðingum. Nú er komin til valda ábyrg ríkisstjórn sem vill laga þetta, hreinsa upp eftir ríkisstjórnina sem gat oftast nær ekki komið sér saman um neitt nema að sitja að völdum og þegar hún gerði það þá skilaði það oftast nær meiri óreiðu en lausnum. Sú ríkisstjórn mun ekki láta ellilífeyrisþega borga fyrir kjarabætur öryrkja né almennt stilla viðkvæmum hópum upp sem andstæðum pólum. Það er hvorki sanngjarnt, réttlátt né mannlegt. Því geta landsmenn treyst. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Félagsmál Kjaramál Alþingi Lífeyrissjóðir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nýtt örorkulífeyriskerfi á að taka gildi 1. september næstkomandi. Um er að ræða kerfi sem varð að lögum fyrir um ári síðan, þegar báðir gömlu valdaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sátu í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum, sem eru ekki lengur á meðal þingflokka eftir að hafa verið hafnað af kjósendum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra í ríkisstjórn þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sagði við það tilefni að þáttaskil hefðu orðið. „Ákall hefur verið eftir því í ár og áratugi að kerfinu yrði breytt og það gerðist í dag. Til hamingju við öll og til hamingju Ísland […] Með breytingunum tökum við betur utan um fólk en áður og búum til hvata til að gera því kleift að blómstra. Grunnhugsunin er sú að við séum öll með og skiptum öll máli.“ Öryrkjar látnir borga fyrir kjarasamninga Upphaflega stóð til að láta kerfið taka gildi um síðustu áramót en því var frestað til að búa til fjárhagslegt svigrúm fyrir ríkissjóð til að borga fyrir kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári. Kjarabótum öryrkja var frestað vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki hugsað sér að afla nýrra tekna, til dæmis með innheimtu auðlindagjalda á breiðustu bök samfélagsins, svo hægt væri að liðka fyrir ró og fyrirsjáanleika á vinnumarkaði. Ekki var heldur forsvaranlegt að bæta þeim kostnaði á þegar digran yfirdráttinn sem ríkisstjórn ósjálfbærra skattalækkana hafði rekið sig á árum saman. Nei, öryrkjar, sem margir hverjir eru á meðal fátækustu landsmanna, skyldu borga þetta. Greiðslur upp á rúmlega tíu milljarða króna sem áttu að fara til þeirra á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru slegnar af. Bjuggu til væntingar sem lögin þeirra standa ekki undir Til útskýringar þá felur kerfið í sér gríðarlegar breytingar með miklum kostnaði. Samkvæmt tilkynningu síðustu ríkisstjórnar, sem innihélt bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn, þá átti það að tryggja að 95 prósent örorkulífeyrisþega myndu fá hærri lífeyrisgreiðslur. Fólk sem fær greiddan örorkulífeyri gæti, í nýju kerfi, haft 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Fólk sem fær greiddan hluta örorkulífeyris og er í hlutastarfi ætti að geta haft 350 þúsund krónur í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Þá var lögð áhersla á „hvata til atvinnuþátttöku og að ryðja burtu hindrunum fyrir þau sem geta og vilja fara út á vinnumarkað. Stuðningur er auk þess aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.“ Kostnaður við þessar breytingar var metinn á 18,1 milljarð króna á ári. Eftir að þetta var allt samþykkt sprakk svo ríkisstjórnin, önnur var kosin til valda og það féll í hennar hlut að innleiða örorkukerfið sem búið var að gefa væntingar um að myndi auka tekjur 95 prósent öryrkja. Annar hópurinn hefði þurft að borga fyrir hinn Komið hefur í ljós að öryrkjar munu að óbreyttu ekki fá þá kjarabót sem síðasta ríkisstjórn lofaði þeim. Greining tryggingastærðfræðings sýndi að hluti þess 18,1 milljarðs króna sem á að verja í að bæta kjör fólks í nýja kerfinu myndi að óbreyttu leiða til lækkunar á útgjöldum lífeyrissjóða. Í nýlega framlögðu frumvarpi um víxlverkun greiðslna segir: „Metið er að taki lífeyrissjóðir fullt tekjutillit til greiðslna almannatrygginga muni útgjöld þeirra lækka um 6 milljarða kr. á ári, en útgjöld ríkissjóðs aukast um 2 milljarða kr. og greiðslur til örorkulífeyrisþega lækka um 4 milljarða kr. eftir gildistöku nýja greiðslukerfisins. Afar brýnt er þannig að rjúfa víxlverkunina varanlega.“ Það hefur sem sagt komið í ljós að ef ekkert verður að gert munu örorkulífeyrisþegar fá samanlagt fjórum milljörðum krónum minna en síðasta ríkisstjórn lofaði þeim. Það er vegna þess að örorkulífeyrir almannatrygginga hefur áhrif á útreikning örorkulífeyris hjá lífeyrissjóðunum, og öfugt. Það finnst sitjandi ríkisstjórn með öllu ótækt og hefur því brugðist við með áðurnefndu frumvarpi um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna. Á mannamáli þýðir það að lífeyrissjóðum verður óheimilt að láta örorkugreiðslur frá Tryggingastofnun lækka greiðslur frá lífeyrissjóðunum. Þannig hefur staðan reyndar verið frá 2011, vegna bráðabirgðaákvæðis sem er í lögum, en með frumvarpinu verður það endanlega fest í lög. Ábyrg afstaða að bregðast við Nú fer þetta fyrst að verða flókið. Lífeyrissjóðum hefur hingað til verið bætt upp tap vegna þessa með svokölluðu jöfnunarsjóðsframlagi. Það á að falla niður um næstu mánaðamót. Nýju lögin myndu því að óbreyttu búa til umtalsvert tap hjá sumum lífeyrissjóðum, sem gæti leitt til þess að ellilífeyrir sem þeir greiða út myndi lækka. Það er auðvitað ótækt. Það er ekki hægt að láta ellilífeyrisþega greiða fyrir hærri greiðslur til örorkulífeyrisþega. Það er einfaldlega ósanngjarnt. Og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur verið mjög skýr með að það standi ekki til. Jöfnunarframlag til lífeyrissjóða verður endurskoðað til að mæta áhrifum á þá. Í samtali við Vísi sagði hann: „Það hefur alltaf legið fyrir að þetta sé ekki reikningur sem endar hjá ellilífeyrisþegum.“ Í samtali við RÚV bætti Daði við: „Ég held að þetta snúist um skort á trausti milli ríkisins og lífeyrissjóðanna. Þrátt fyrir alveg skýr skilaboð mín, um að það eigi ekki að eiga sér stað að við séum að skoða endurskoðun á jöfnunarframlaginu, að þá einfaldlega í ljósi sögunnar hafa þeir ekki fyllilega trúað mér. En ég er að segja við þig, það geta þeir gert.“ Þetta er ábyrg afstaða ríkisstjórnar sem tekur hagsmuni viðkvæmra hópa í samfélaginu mjög alvarlega og vill að stjórnvöld búi yfir trúverðugleika, að það sem þau segi standi, sama þótt um sé að ræða kerfi sem komið hafi verið á af síðustu ríkisstjórn sem sú nýja hafi þurft að laga og þrífa upp eftir vegna, líkt og í svo mörgu öðru. Þeir sem bera ábyrgð kenna öðrum um Nú skulum við sjá hvernig flokkarnir sem bera ábyrgð á þessari stöðu sem upp er komin tala um hana. Þar er ekki mikið um lausnir og heldur ekki mikið um ábyrgð, þrátt fyrir að þeirra ríkisstjórn hafi skapað það ójafnvægi sem blasir við. Nei, þeir treysta á að landsmenn muni ekki svo mikið sem ár aftur í tímann, gera ráð fyrir að þeir geti hvorki gúgglað né lesið sér til gagns og séu ginkeyptir fyrir upphrópunum og tilgerðarlegum hneykslunaráherslum. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í eldhúsdagsumræðum í vikunni að hún sæi ekki betur eða „að ríkisstjórnin ætli að berja niður verðbólguna með sleggju (innskot höfundar, verðbólga og vextir hafa lækkað marktækt frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við og hið opinbera er nú rekið réttu megin við í fyrsta sinn í mörg ár) og nú ætlar hún að beita sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Hér er ég að tala um hið stórhættulega frumvarp ríkisstjórnarinnar er varðar víxlverkun örorku. Þetta er ekki gæfuspor heldur atlaga að viðkvæmu jafnvægi og þetta hefur afleiðingar, afleiðingar fyrir réttindi lífeyrisþega, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið og þar með íslenskt samfélag.“ Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, skrifaði grein á Vísi í kjölfarið þar sem hún sagði meðal annars: „Við í Framsókn styðjum heilshugar bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu – það er hins vegar leiðin að markmiðinu sem við gagnrýnum. Við gerum það ekki með því að etja þjóðfélagshópum saman. Ef það er vilji þessarar ríkisstjórnar að ryðja út lagafrumvörpum í nafni verkstjórnar – frumvörpum sem skerða lífeyrisréttindi verkafólks, í beinni andstöðu við grunnréttindi fólks í landinu – þá er illa fyrir okkur komið.“ Formaður hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson sem var fjármála- og efnahagsráðherra þegar lögin voru sett, gekk enn lengra og sagði lagfæringar á lögum sem hann tók þátt í að setja vera „stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks“ og bætti við að Framsókn vildi „bæta kjör örorkulífeyrisþega, en það gerum við ekki með því að skerða áunnin, stjórnarskrárvarin réttindi fólks. […] Þjóðfélagshópum er stillt upp hvorum gegn öðrum.“ Svo mörg voru þau orð. Takmarkalaus óskammfeilni Óskammfeilnin í þessum talsmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á sér sennilega engin takmörk. Það hefur birst þjóðinni í mun fleiri málum sem fram hafa komið á þessu þingi en þessu. En það er staðreynd að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna sem atti öryrkjum og ellilífeyrisþegum saman með frumvarpi sem lofaði öryrkjum réttlátri kjarabót en gleymdi að segja að virkni þess yrði þannig að ellilífeyrisþegar myndu að óbreyttu þurfa að borga fyrir hluta þeirrar kjarabótar með skerðingum. Nú er komin til valda ábyrg ríkisstjórn sem vill laga þetta, hreinsa upp eftir ríkisstjórnina sem gat oftast nær ekki komið sér saman um neitt nema að sitja að völdum og þegar hún gerði það þá skilaði það oftast nær meiri óreiðu en lausnum. Sú ríkisstjórn mun ekki láta ellilífeyrisþega borga fyrir kjarabætur öryrkja né almennt stilla viðkvæmum hópum upp sem andstæðum pólum. Það er hvorki sanngjarnt, réttlátt né mannlegt. Því geta landsmenn treyst. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun