„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júní 2025 20:59 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur. Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili. Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili.
Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira