Samræmt námsmat er ekki hindrun heldur hjálpartæki Eiríkur Ólafsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun