María og Haug fá ekki að mæta Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 14:16 María Þórisdóttir með Viviann Miedema í bakinu í leik við Holland í undankeppni EM í fyrra. Getty/Rico Brouwer Gemma Grainger virðist hafa komið fáum á óvart með vali sínu á norska landsliðshópnum fyrir EM kvenna í fótbolta sem hefst eftir hálfan mánuð. Hún valdi þó hvorki Maríu Þórisdóttur né Liverpool-stjörnuna Sophie Román Haug. Noregur er í riðli með Íslandi á EM í Sviss og það má alveg búast við því að mikið verði í húfi þegar liðin mætast í Thun 10. júlí, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar. Hin 35 ára gamla Maren Mjelde, sem er án félags, fær sæti í norska hópnum og fer því á sitt fimmta Evrópumót. Marthine Østenstad er hins vegar ekki valinn. Það er í raun eina breytingin á norska hópnum frá því í leikjunum í Þjóðadeildinni fyrr í þessum mánuði, þegar Noregur og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í Þrándheimi, en Østenstad spilaði meirihlutann af þeim leik. María (dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara) og Haug voru ekki í norska hópnum í síðustu landsleikjum en eru líkt og Østenstad og Sunniva Skoglund á fjögurra manna varalista sem Grainger tilkynnti einnig í dag. Leikmenn sem munu að óbreyttu ekki fara á EM. Norski EM-hópurinn 2025. Fjórar eru á varalista og þar á meðal er María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara.NFF Norski ríkismiðillinn NRK leitaði til sérfræðingsins Carl-Erik Torp eftir svörum um mat á valinu á EM-hópnum. Hann sagði valið heldur fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. Mest sjái hann á eftir Haug. „Noreg vantar leikmann með X-faktor sem getur gefið okkur eitthvað annað en hinir leikmennirnir,“ sagði Torp og sagði norska liðið skorta leikmenn sem gætu leyst Ödu Hegerberg af í fremstu víglínu. Hegerberg, Caroline Graham Hansen, Guro Reiten og Frida Maanum eru á meðal helstu stjarna norska hópsins sem íslenska liðið þarf að halda í skefjum þann 10. júlí. EM-hópur Noregs: Cecilie Hauståker Fiskerstrand / Fiorentina S.P.A Aurora Mikalsen / 1. FC Köln Frauen Selma Panengstuen / SK Brann Tuva Hansen / FC Bayern München Guro Bergsvand / VFL Wolfsburg Maren Mjelde / Án félags Thea Bjelde / Vålerenga fotball Marit Bratberg Lund / SL Benfica Emilie Woldvik / Rosengård FC Mathilde Hauge Harviken / Juventus FC Ingrid Syrstad Engen / FC Barcelona Femeni Vilde Bøe Risa / Atletico Madrid Femenino Justine Kvaleng Kielland / VFL Wolfsburg Lisa Naalsund / Manchester United WFC Frida Leonhardsen Maanum / Arsenal WFC Karina Sævik / Vålerenga fotball Celin Bizet Ildhusøy / Manchester United WFC Guro Reiten / Chelsea FC Signe Gaupset / SK Brann Synne Jensen / Atletico Madrid Femenino Caroline Graham Hansen / FC Barcelona Ada Hegerberg / Olympique Lyonnais Féminin Elisabeth Terland / Manchester United WFC Varalisti: Sunniva Skoglund / Stabæk fotball Marthine Østenstad / SK Brann María Þórisdóttir / Brighton & Hove Albion Sophie Roman Haug / Liverpool FC Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Noregur er í riðli með Íslandi á EM í Sviss og það má alveg búast við því að mikið verði í húfi þegar liðin mætast í Thun 10. júlí, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar. Hin 35 ára gamla Maren Mjelde, sem er án félags, fær sæti í norska hópnum og fer því á sitt fimmta Evrópumót. Marthine Østenstad er hins vegar ekki valinn. Það er í raun eina breytingin á norska hópnum frá því í leikjunum í Þjóðadeildinni fyrr í þessum mánuði, þegar Noregur og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í Þrándheimi, en Østenstad spilaði meirihlutann af þeim leik. María (dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara) og Haug voru ekki í norska hópnum í síðustu landsleikjum en eru líkt og Østenstad og Sunniva Skoglund á fjögurra manna varalista sem Grainger tilkynnti einnig í dag. Leikmenn sem munu að óbreyttu ekki fara á EM. Norski EM-hópurinn 2025. Fjórar eru á varalista og þar á meðal er María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara.NFF Norski ríkismiðillinn NRK leitaði til sérfræðingsins Carl-Erik Torp eftir svörum um mat á valinu á EM-hópnum. Hann sagði valið heldur fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. Mest sjái hann á eftir Haug. „Noreg vantar leikmann með X-faktor sem getur gefið okkur eitthvað annað en hinir leikmennirnir,“ sagði Torp og sagði norska liðið skorta leikmenn sem gætu leyst Ödu Hegerberg af í fremstu víglínu. Hegerberg, Caroline Graham Hansen, Guro Reiten og Frida Maanum eru á meðal helstu stjarna norska hópsins sem íslenska liðið þarf að halda í skefjum þann 10. júlí. EM-hópur Noregs: Cecilie Hauståker Fiskerstrand / Fiorentina S.P.A Aurora Mikalsen / 1. FC Köln Frauen Selma Panengstuen / SK Brann Tuva Hansen / FC Bayern München Guro Bergsvand / VFL Wolfsburg Maren Mjelde / Án félags Thea Bjelde / Vålerenga fotball Marit Bratberg Lund / SL Benfica Emilie Woldvik / Rosengård FC Mathilde Hauge Harviken / Juventus FC Ingrid Syrstad Engen / FC Barcelona Femeni Vilde Bøe Risa / Atletico Madrid Femenino Justine Kvaleng Kielland / VFL Wolfsburg Lisa Naalsund / Manchester United WFC Frida Leonhardsen Maanum / Arsenal WFC Karina Sævik / Vålerenga fotball Celin Bizet Ildhusøy / Manchester United WFC Guro Reiten / Chelsea FC Signe Gaupset / SK Brann Synne Jensen / Atletico Madrid Femenino Caroline Graham Hansen / FC Barcelona Ada Hegerberg / Olympique Lyonnais Féminin Elisabeth Terland / Manchester United WFC Varalisti: Sunniva Skoglund / Stabæk fotball Marthine Østenstad / SK Brann María Þórisdóttir / Brighton & Hove Albion Sophie Roman Haug / Liverpool FC
EM-hópur Noregs: Cecilie Hauståker Fiskerstrand / Fiorentina S.P.A Aurora Mikalsen / 1. FC Köln Frauen Selma Panengstuen / SK Brann Tuva Hansen / FC Bayern München Guro Bergsvand / VFL Wolfsburg Maren Mjelde / Án félags Thea Bjelde / Vålerenga fotball Marit Bratberg Lund / SL Benfica Emilie Woldvik / Rosengård FC Mathilde Hauge Harviken / Juventus FC Ingrid Syrstad Engen / FC Barcelona Femeni Vilde Bøe Risa / Atletico Madrid Femenino Justine Kvaleng Kielland / VFL Wolfsburg Lisa Naalsund / Manchester United WFC Frida Leonhardsen Maanum / Arsenal WFC Karina Sævik / Vålerenga fotball Celin Bizet Ildhusøy / Manchester United WFC Guro Reiten / Chelsea FC Signe Gaupset / SK Brann Synne Jensen / Atletico Madrid Femenino Caroline Graham Hansen / FC Barcelona Ada Hegerberg / Olympique Lyonnais Féminin Elisabeth Terland / Manchester United WFC Varalisti: Sunniva Skoglund / Stabæk fotball Marthine Østenstad / SK Brann María Þórisdóttir / Brighton & Hove Albion Sophie Roman Haug / Liverpool FC
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira