Þjónusta við konur með endómetríósu tryggð Alma D. Möller skrifar 16. júní 2025 15:03 Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar