Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen skrifar 19. júní 2025 10:32 Íslensk ungmenni eru í meginatriðum ekki frábrugðin jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum, né eru þau í grundvallaratriðum ólík fyrri kynslóðum. Í gegnum tíðina hefur hver kynslóð horft gagnrýnið á þá næstu og haft áhyggjur af samfélagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífsstíl og gildi ungs fólks. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur eru viðfangsefni ungmenna alltaf í þróun og endurspegla tíðarandann hverju sinni. Rannsóknir sýna að umræðuefni og áherslur gagnvart ungmennum hafa þróast verulega á síðustu árum. Fyrir tiltölulega skömmu þótti óalgengt að sveitarfélög eða stjórnvöld hefðu skýra forvarnarstefnu. Málefni eins og geðheilbrigði, líðan og félagslegar áskoranir voru lítið rædd og aðgengi að viðeigandi stuðningi takmarkað. Í dag er viðurkenning á mikilvægi forvarna orðin útbreidd. Sérstaklega er lögð áhersla á ungmenni sem eru í mótunarferli þar sem ákvarðanir og aðstæður geta haft langvarandi áhrif á framtíð þeirra. Forvarnir snúast um að draga úr áhættuhegðun, efla jákvæða þátttöku og skapa tækifæri til að stuðla að heilsusamlegum og uppbyggilegum lífsstíl. Þótt foreldrar beri mikla ábyrgð á velferð barna sinna, þá liggur einnig ríkur þáttur ábyrgðar hjá sveitarfélögum. Í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna nýverið, kemur skýrt fram að ungmenni óska eftir aukinni fræðslu, námskeiðum í tengslum við atvinnuleit, bættri sálfræðiþjónustu og fjölbreyttari möguleikum til félagslegrar þátttöku og sköpunar. Forvarnir felast ekki einungis í íþróttaiðkun heldur í því að styðja við áhugamál og framtak ungmenna á fjölbreyttum vettvangi. Þróun í Hafnarfirði í takt við nútímann Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum misserum unnið að markvissum breytingum á þjónustu við ungmenni á aldrinum 16–25 ára einmitt til að ná til fjölbreyttari og stærri hóps ungs fólks í bæjarfélaginu. Áhersla hefur verið lögð á að efla aðgengi að fjölbreyttu frístundastarfi sem tekur mið af mismunandi áhugasviðum, veita ráðgjöf í atvinnuleit og námsaðstoð og bregðast við þörfum ungmenna með raunhæfum og árangursríkum hætti bæði fyrir fötluð og ófötluð ungmenni. Sem hluti af þessum breytingum hefur Hafnarfjörður bætt aðstöðu ungs fólks til muna í Menntasetrinu við Lækinn, Nýsköpunarsetrinu. Þar hefur ungt fólk aðstöðu til að hittast, taka þátt í starfi nýsköpunarsetursins og fá aðgengi að tækjabúnaði setursins en slíkt aðgengi kveikir áhuga ungs fólks á nýjum tækifærum og hugmyndum fyrir framtíð sína. Ungt fólk hefur kallað eftir auknu aðgengi að listgreinum en ungir Hafnfirðingar hafa til margra ára haft aðstöðu í Músik & Mótorhúsi við Dalshraun, þar sem þau hafa haft svigrúm til að þróa hæfileika sína og vinna að eigin verkefnum á eigin forsendum. Í sumar verður stigið enn frekara skref með því að opna nýja og metnaðarfulla tónlistaraðstöðu í Menntasetrinu við Lækinn. Þar mun ungt tónlistarfólk fá aðgang að tækjum og leiðsögn sérfræðinga til að semja, taka upp og vinna tónlist, sér að kostnaðar lausu. Markmiðið er að búa til skapandi samfélag þar sem einstaklingar deila hugmyndum, efla tengsl og fá innblástur. Að auki mun Mótorhúsið flytjast í nýja og bætta aðstöðu hjá Kvartmíluklúbbnum, þar sem ungmenni fá tækifæri til að sinna mótoráhugamálum sínum í öruggu og vel útbúnu umhverfi. Framtíðin býr í hjarta Hafnarfjarðar Það skiptir miklu máli að horfa stöðugt til framtíðar í forvarnarstarfi, byggja á gömlum grunni en vera þó ávallt tilbúin til að gera breytingar. Ungt fólk breytist, samfélagið líka, og því þurfa úrræði og stuðningur alltaf að þróast í takt við nýjar áskoranir. Með þessum skrefum sýnir Hafnarfjörður vilja og getu til að mæta þörfum ungs fólks með markvissum hætti, styðja við sköpun, sjálfstæði og virkni, horfa til fjölbreytileika samfélagsins og nútíma samfélags– sem eru lykilatriði í farsælu forvarnarstarfi. Við getum gert meira og betra. Næstu verkefni okkar eru að efla enn frekar aðgengi ungs fólks að aðstöðu til listsköpunar hvort sem það er í formi mynd-, söng- eða leiklistar, eða annarri listsköpun sem unga fólkið og hjarta þeirra kallar eftir. Tækifærin eru óþrjótandi en til þess að gera breytingar þarf kjark og þor, og það höfum við svo sannarlega hér í Hafnarfirði. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Menning Kristín Thoroddsen Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk ungmenni eru í meginatriðum ekki frábrugðin jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum, né eru þau í grundvallaratriðum ólík fyrri kynslóðum. Í gegnum tíðina hefur hver kynslóð horft gagnrýnið á þá næstu og haft áhyggjur af samfélagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífsstíl og gildi ungs fólks. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur eru viðfangsefni ungmenna alltaf í þróun og endurspegla tíðarandann hverju sinni. Rannsóknir sýna að umræðuefni og áherslur gagnvart ungmennum hafa þróast verulega á síðustu árum. Fyrir tiltölulega skömmu þótti óalgengt að sveitarfélög eða stjórnvöld hefðu skýra forvarnarstefnu. Málefni eins og geðheilbrigði, líðan og félagslegar áskoranir voru lítið rædd og aðgengi að viðeigandi stuðningi takmarkað. Í dag er viðurkenning á mikilvægi forvarna orðin útbreidd. Sérstaklega er lögð áhersla á ungmenni sem eru í mótunarferli þar sem ákvarðanir og aðstæður geta haft langvarandi áhrif á framtíð þeirra. Forvarnir snúast um að draga úr áhættuhegðun, efla jákvæða þátttöku og skapa tækifæri til að stuðla að heilsusamlegum og uppbyggilegum lífsstíl. Þótt foreldrar beri mikla ábyrgð á velferð barna sinna, þá liggur einnig ríkur þáttur ábyrgðar hjá sveitarfélögum. Í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna nýverið, kemur skýrt fram að ungmenni óska eftir aukinni fræðslu, námskeiðum í tengslum við atvinnuleit, bættri sálfræðiþjónustu og fjölbreyttari möguleikum til félagslegrar þátttöku og sköpunar. Forvarnir felast ekki einungis í íþróttaiðkun heldur í því að styðja við áhugamál og framtak ungmenna á fjölbreyttum vettvangi. Þróun í Hafnarfirði í takt við nútímann Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum misserum unnið að markvissum breytingum á þjónustu við ungmenni á aldrinum 16–25 ára einmitt til að ná til fjölbreyttari og stærri hóps ungs fólks í bæjarfélaginu. Áhersla hefur verið lögð á að efla aðgengi að fjölbreyttu frístundastarfi sem tekur mið af mismunandi áhugasviðum, veita ráðgjöf í atvinnuleit og námsaðstoð og bregðast við þörfum ungmenna með raunhæfum og árangursríkum hætti bæði fyrir fötluð og ófötluð ungmenni. Sem hluti af þessum breytingum hefur Hafnarfjörður bætt aðstöðu ungs fólks til muna í Menntasetrinu við Lækinn, Nýsköpunarsetrinu. Þar hefur ungt fólk aðstöðu til að hittast, taka þátt í starfi nýsköpunarsetursins og fá aðgengi að tækjabúnaði setursins en slíkt aðgengi kveikir áhuga ungs fólks á nýjum tækifærum og hugmyndum fyrir framtíð sína. Ungt fólk hefur kallað eftir auknu aðgengi að listgreinum en ungir Hafnfirðingar hafa til margra ára haft aðstöðu í Músik & Mótorhúsi við Dalshraun, þar sem þau hafa haft svigrúm til að þróa hæfileika sína og vinna að eigin verkefnum á eigin forsendum. Í sumar verður stigið enn frekara skref með því að opna nýja og metnaðarfulla tónlistaraðstöðu í Menntasetrinu við Lækinn. Þar mun ungt tónlistarfólk fá aðgang að tækjum og leiðsögn sérfræðinga til að semja, taka upp og vinna tónlist, sér að kostnaðar lausu. Markmiðið er að búa til skapandi samfélag þar sem einstaklingar deila hugmyndum, efla tengsl og fá innblástur. Að auki mun Mótorhúsið flytjast í nýja og bætta aðstöðu hjá Kvartmíluklúbbnum, þar sem ungmenni fá tækifæri til að sinna mótoráhugamálum sínum í öruggu og vel útbúnu umhverfi. Framtíðin býr í hjarta Hafnarfjarðar Það skiptir miklu máli að horfa stöðugt til framtíðar í forvarnarstarfi, byggja á gömlum grunni en vera þó ávallt tilbúin til að gera breytingar. Ungt fólk breytist, samfélagið líka, og því þurfa úrræði og stuðningur alltaf að þróast í takt við nýjar áskoranir. Með þessum skrefum sýnir Hafnarfjörður vilja og getu til að mæta þörfum ungs fólks með markvissum hætti, styðja við sköpun, sjálfstæði og virkni, horfa til fjölbreytileika samfélagsins og nútíma samfélags– sem eru lykilatriði í farsælu forvarnarstarfi. Við getum gert meira og betra. Næstu verkefni okkar eru að efla enn frekar aðgengi ungs fólks að aðstöðu til listsköpunar hvort sem það er í formi mynd-, söng- eða leiklistar, eða annarri listsköpun sem unga fólkið og hjarta þeirra kallar eftir. Tækifærin eru óþrjótandi en til þess að gera breytingar þarf kjark og þor, og það höfum við svo sannarlega hér í Hafnarfirði. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun