Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson skrifar 19. júní 2025 09:32 Í dag tekur það einungis örfáar sekúndur að framkalla hið læsilegasta ljóð í anda Shakespeare eða formlega ritað bréf. Það sem einu sinni þótti efni í vísindaskáldsögur er nú daglegt brauð um allan heim og á það líka við um í skólastofum. Þróunarhraði gervigreindar er slíkur að hann hefur þegar haft djúpstæð áhrif á samfélag okkar, þar á meðal menntakerfið. Þetta hefur þau áhrif að skólasamfélagið verður að svara spurningunni: á að banna notkun gervigreindar af ótta við svindl og rýrnun færni, eða á að faðma þessa nýju tækni og kenna nemendum að nota hana á ábyrgan og gagnrýninn hátt? Allar helstu rannsóknir og sjónarmið sérfræðinga benda eindregið til þess síðarnefnda. Að fela eða banna gervigreind er ekki aðeins óraunhæft í heimi þar sem hún er alls staðar nálæg, heldur er það einnig glatað tækifæri til að kenna nemendum þá lykilfærni sem þeir þurfa á að halda í framtíðinni: gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og hæfnina til að vinna með tækni á uppbyggilegan hátt. Á að kenna eða banna? Sú hugmynd að banna gervigreind í skólastarfi sprettur oft upp af skiljanlegum ótta við aukinn ritstuld og að nemendur hætti að hugsa sjálfstætt. Nýlegar rannsóknir sýna að þessi ótti er ekki tilefnislaus. Of mikið traust á gervigreind getur leitt til þess að hún verði nýtt til að taka erfiðar ákvarðanir fyrir okkur (e. cognitive offloading), sem getur grafið undan gagnrýnni hugsun og dregið úr færni til lausnaleitar. Hins vegar er það einmitt þessi áskorun sem kallar á virka kennslu, ekki bann. Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að því að kenna nemendum að nota gervigreindartæki á ábyrgan og áhrifaríkan hátt. Að banna gervigreind ýtir aðeins undir ábyrgðarlausa notkun hennar í leyni og skapar gjá milli skólastarfs og raunveruleikans. Í stað þess að banna tæknina ættu kennarar að innleiða markvissar aðferðir til að efla gagnrýna hugsun. Ný sýn á námsmat og hlutverk nemandans Hvað þýðir það í raun og veru að innleiða slíkar aðferðir? Það kallar á endurhugsun á námsmati og jafnvel hlutverki nemandans. Við þurfum að taka upp þá hugmyndafræði að menn og vélar vinna saman og nýta styrkleika hvors annars. Þar sem gervigreindin verður öflugur „samstarfsmaður“ en ekki „svindlforrit“ í höndum nemenda, og getur þetta auðveldað að fara dýpra og lengra í vinnunni, og aukið sköpunarkraftinn, frumleika og gagnrýna hugsun. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á námsmat. Það er nú þegar erfitt að sannreyna höfundaverk lokaafurðar, eins og ritgerðir sem eru unnar heima og því er orðið mikilvægara að meta ferlið sjálft. Námsmatið gæti þá falist í að meta gæði spurninganna sem nemandi spyr gervigreindina, hæfni hans til að gagnrýna og bæta úr því sem hún skilar af sér, eða færni hans til að verja niðurstöður sínar, því þá kemur raunverulegur skilningur hans á efninu í ljós. Hlutverk menntunar verður því að styrkja mannlega þáttinn, sköpun, gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og álíka. Á sama tíma eiga kennarar að hvetja nemendur til að nota gervigreind sem verkfæri til að kanna og þróa hugmyndir, en krefjast þess jafnframt að þeir stýri ferðinni. Einmitt þessi hugmyndafræði, þar sem nemandinn er virkur skapandi aðili en ekki óvirkur þiggjandi upplýsinga, er kjarninn í nýjum kennsluaðferðum sem eru að ryðja sér til rúms. Hvernig á að kenna notkun á gervigreind? Þjóðir heims fara ólíkar leiðir við að innleiða gervigreind í námskrár en almennt er horfið frá því að kenna hana sem einangrað tæknifag. Þess í stað er lögð áhersla á að samþætta gervigreindarlæsi við aðrar námsgreinar til að búa nemendur undir framtíð þar sem tæknin er alls staðar. Eitt af þeim kennslufræðilegu líkönum sem hefur vakið athygli nefnist SAILD (Students as AI Literate Designers), sem er sérstaklega hannað fyrir yngri nemendur á grunnskólastigi en grunnhugmyndirnar um hönnunarmiðað nám, lausn raunverulegra vandamála og siðferðilega ígrundun eiga jafn vel við á öllum skólastigum. SAILD byggir á hönnunarmiðuðu námi (e. design-based learning) þar sem nemendur læra um gervigreind með því að takast á við raunveruleg viðfangsefni. Þetta er gert til þess að nemendur nýti sér gervigreindina sem verkfæri frekar en til þess að láta hana mata sig á upplýsingum. Kjarnann í aðferðinni má einfalda í þrjú skref: Hönnun: Ferlið byrjar á skapandi hugmyndavinnu. Nemendur finna raunverulegt viðfangsefni og spyrja sig: Hvernig getum við notað gervigreind til að leysa það? Útkoman er fyrsta uppkast að þessari lausn. Rannsókn og endurbætur: Hér rekast nemendur á tæknilegar hindranir. Til að yfirstíga þær þurfa þeir að afla sér nýrrar þekkingar. Þeir kafa dýpra í virkni gervigreindar með verklegum æfingum og umræðum og nota það sem þeir læra til að endurhanna og styrkja upphaflegu lausnina. Þetta er endurtekið í hringrás þar til lausnin er orðin betri. Mat og ígrundun: Síðasta skrefið snýst um að líta á lausnina með gagnrýnum augum. Nemendur meta virknina en eru líka hvattir til að velta fyrir sér stóru spurningunum: Hvaða siðferðilegu áhættur fylgja lausninni? Er hún hlutlaus? Hvaða áhrif hefur hún á samfélagið? Markmiðið með þessu ferli er að byggja upp gervigreindarlæsi nemenda á fjórum sviðum: Þekking á gervigreind: Að skilja grunnhugtök og virkni gervigreindar. Færni í notkun gervigreindar: Að geta beitt gervigreind til að skapa lausnir og leysa vandamál. Siðferðisvitund um gervigreind: Að geta metið á gagnrýninn hátt kosti og áhættur, svo sem hlutdrægni og persónuvernd. Viðhorf til gervigreindar: Að þróa með sér raunsætt og yfirvegað viðhorf til tækninnar. Rannsókn á SAILD aðferðinni meðal 10-12 ára nemenda í Hong Kong sýndi fram á verulegar framfarir. Nemendur sýndu aukna færni í notkun gervigreindar, dýpri skilning á siðferðilegum álitamálum og þróuðu með sér raunsærri og yfirvegaðri viðhorf til tækninnar. En þessi aðferð setur þá ábyrgð á kennara að hafa þekkingu á gervigreind og notkun á henni í sinni kennslugrein. Það þarf því að tryggja að allir kennarar fá góða fræðslu og þjálfun í notkun á gervigreind í kennslu. Leiðsögn en ekki hindranir Spurningin er því ekki hvort við eigum að nota gervigreind í kennslu, heldur hvernig. Svarið liggur í yfirvegaðri og ígrundaðri nálgun þar sem við hættum að líta á gervigreind sem ógn og byrjum að meðhöndla hana sem það öfluga verkfæri sem hún er. Hlutverk kennarans verður síður en svo óþarft, þvert á móti verður það enn mikilvægara. Kennarinn verður leiðsögumaðurinn sem hjálpar nemendum að fóta sig í þessu nýja landslagi, spyrja réttu spurninganna, viðhalda mannlegri forvitni og þroska með sér þá siðferðisvitund og gagnrýnu hugsun sem þarf. Framtíð menntunar felst í samvinnu manns og vélar, þar sem tæknin þjónar manninum og kennarinn stendur vörð um að svo verði áfram. Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Annar af höfundum fræðsluritsins “Skólastarf á hraða tækninnar” sem fjallar meðal annars um áhrif gervigreindar á skólastarf: https://skolastarfahradataekninnar.substack.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Skóla- og menntamál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í dag tekur það einungis örfáar sekúndur að framkalla hið læsilegasta ljóð í anda Shakespeare eða formlega ritað bréf. Það sem einu sinni þótti efni í vísindaskáldsögur er nú daglegt brauð um allan heim og á það líka við um í skólastofum. Þróunarhraði gervigreindar er slíkur að hann hefur þegar haft djúpstæð áhrif á samfélag okkar, þar á meðal menntakerfið. Þetta hefur þau áhrif að skólasamfélagið verður að svara spurningunni: á að banna notkun gervigreindar af ótta við svindl og rýrnun færni, eða á að faðma þessa nýju tækni og kenna nemendum að nota hana á ábyrgan og gagnrýninn hátt? Allar helstu rannsóknir og sjónarmið sérfræðinga benda eindregið til þess síðarnefnda. Að fela eða banna gervigreind er ekki aðeins óraunhæft í heimi þar sem hún er alls staðar nálæg, heldur er það einnig glatað tækifæri til að kenna nemendum þá lykilfærni sem þeir þurfa á að halda í framtíðinni: gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og hæfnina til að vinna með tækni á uppbyggilegan hátt. Á að kenna eða banna? Sú hugmynd að banna gervigreind í skólastarfi sprettur oft upp af skiljanlegum ótta við aukinn ritstuld og að nemendur hætti að hugsa sjálfstætt. Nýlegar rannsóknir sýna að þessi ótti er ekki tilefnislaus. Of mikið traust á gervigreind getur leitt til þess að hún verði nýtt til að taka erfiðar ákvarðanir fyrir okkur (e. cognitive offloading), sem getur grafið undan gagnrýnni hugsun og dregið úr færni til lausnaleitar. Hins vegar er það einmitt þessi áskorun sem kallar á virka kennslu, ekki bann. Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að því að kenna nemendum að nota gervigreindartæki á ábyrgan og áhrifaríkan hátt. Að banna gervigreind ýtir aðeins undir ábyrgðarlausa notkun hennar í leyni og skapar gjá milli skólastarfs og raunveruleikans. Í stað þess að banna tæknina ættu kennarar að innleiða markvissar aðferðir til að efla gagnrýna hugsun. Ný sýn á námsmat og hlutverk nemandans Hvað þýðir það í raun og veru að innleiða slíkar aðferðir? Það kallar á endurhugsun á námsmati og jafnvel hlutverki nemandans. Við þurfum að taka upp þá hugmyndafræði að menn og vélar vinna saman og nýta styrkleika hvors annars. Þar sem gervigreindin verður öflugur „samstarfsmaður“ en ekki „svindlforrit“ í höndum nemenda, og getur þetta auðveldað að fara dýpra og lengra í vinnunni, og aukið sköpunarkraftinn, frumleika og gagnrýna hugsun. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á námsmat. Það er nú þegar erfitt að sannreyna höfundaverk lokaafurðar, eins og ritgerðir sem eru unnar heima og því er orðið mikilvægara að meta ferlið sjálft. Námsmatið gæti þá falist í að meta gæði spurninganna sem nemandi spyr gervigreindina, hæfni hans til að gagnrýna og bæta úr því sem hún skilar af sér, eða færni hans til að verja niðurstöður sínar, því þá kemur raunverulegur skilningur hans á efninu í ljós. Hlutverk menntunar verður því að styrkja mannlega þáttinn, sköpun, gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og álíka. Á sama tíma eiga kennarar að hvetja nemendur til að nota gervigreind sem verkfæri til að kanna og þróa hugmyndir, en krefjast þess jafnframt að þeir stýri ferðinni. Einmitt þessi hugmyndafræði, þar sem nemandinn er virkur skapandi aðili en ekki óvirkur þiggjandi upplýsinga, er kjarninn í nýjum kennsluaðferðum sem eru að ryðja sér til rúms. Hvernig á að kenna notkun á gervigreind? Þjóðir heims fara ólíkar leiðir við að innleiða gervigreind í námskrár en almennt er horfið frá því að kenna hana sem einangrað tæknifag. Þess í stað er lögð áhersla á að samþætta gervigreindarlæsi við aðrar námsgreinar til að búa nemendur undir framtíð þar sem tæknin er alls staðar. Eitt af þeim kennslufræðilegu líkönum sem hefur vakið athygli nefnist SAILD (Students as AI Literate Designers), sem er sérstaklega hannað fyrir yngri nemendur á grunnskólastigi en grunnhugmyndirnar um hönnunarmiðað nám, lausn raunverulegra vandamála og siðferðilega ígrundun eiga jafn vel við á öllum skólastigum. SAILD byggir á hönnunarmiðuðu námi (e. design-based learning) þar sem nemendur læra um gervigreind með því að takast á við raunveruleg viðfangsefni. Þetta er gert til þess að nemendur nýti sér gervigreindina sem verkfæri frekar en til þess að láta hana mata sig á upplýsingum. Kjarnann í aðferðinni má einfalda í þrjú skref: Hönnun: Ferlið byrjar á skapandi hugmyndavinnu. Nemendur finna raunverulegt viðfangsefni og spyrja sig: Hvernig getum við notað gervigreind til að leysa það? Útkoman er fyrsta uppkast að þessari lausn. Rannsókn og endurbætur: Hér rekast nemendur á tæknilegar hindranir. Til að yfirstíga þær þurfa þeir að afla sér nýrrar þekkingar. Þeir kafa dýpra í virkni gervigreindar með verklegum æfingum og umræðum og nota það sem þeir læra til að endurhanna og styrkja upphaflegu lausnina. Þetta er endurtekið í hringrás þar til lausnin er orðin betri. Mat og ígrundun: Síðasta skrefið snýst um að líta á lausnina með gagnrýnum augum. Nemendur meta virknina en eru líka hvattir til að velta fyrir sér stóru spurningunum: Hvaða siðferðilegu áhættur fylgja lausninni? Er hún hlutlaus? Hvaða áhrif hefur hún á samfélagið? Markmiðið með þessu ferli er að byggja upp gervigreindarlæsi nemenda á fjórum sviðum: Þekking á gervigreind: Að skilja grunnhugtök og virkni gervigreindar. Færni í notkun gervigreindar: Að geta beitt gervigreind til að skapa lausnir og leysa vandamál. Siðferðisvitund um gervigreind: Að geta metið á gagnrýninn hátt kosti og áhættur, svo sem hlutdrægni og persónuvernd. Viðhorf til gervigreindar: Að þróa með sér raunsætt og yfirvegað viðhorf til tækninnar. Rannsókn á SAILD aðferðinni meðal 10-12 ára nemenda í Hong Kong sýndi fram á verulegar framfarir. Nemendur sýndu aukna færni í notkun gervigreindar, dýpri skilning á siðferðilegum álitamálum og þróuðu með sér raunsærri og yfirvegaðri viðhorf til tækninnar. En þessi aðferð setur þá ábyrgð á kennara að hafa þekkingu á gervigreind og notkun á henni í sinni kennslugrein. Það þarf því að tryggja að allir kennarar fá góða fræðslu og þjálfun í notkun á gervigreind í kennslu. Leiðsögn en ekki hindranir Spurningin er því ekki hvort við eigum að nota gervigreind í kennslu, heldur hvernig. Svarið liggur í yfirvegaðri og ígrundaðri nálgun þar sem við hættum að líta á gervigreind sem ógn og byrjum að meðhöndla hana sem það öfluga verkfæri sem hún er. Hlutverk kennarans verður síður en svo óþarft, þvert á móti verður það enn mikilvægara. Kennarinn verður leiðsögumaðurinn sem hjálpar nemendum að fóta sig í þessu nýja landslagi, spyrja réttu spurninganna, viðhalda mannlegri forvitni og þroska með sér þá siðferðisvitund og gagnrýnu hugsun sem þarf. Framtíð menntunar felst í samvinnu manns og vélar, þar sem tæknin þjónar manninum og kennarinn stendur vörð um að svo verði áfram. Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Annar af höfundum fræðsluritsins “Skólastarf á hraða tækninnar” sem fjallar meðal annars um áhrif gervigreindar á skólastarf: https://skolastarfahradataekninnar.substack.com/
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun