Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir skrifa 19. júní 2025 11:00 Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Orkumál Ásahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun