Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:01 Kaldur sviti, hraður hjartsláttur og þvalir lófar. Einbeitingin það mikil að hún reyndi að yfirtaka stressið. „Nú hefst samræmt próf í stærðfræði.“ Svona er minning mín eftir að hafa upplifað að taka samræmt próf sem nemandi. Ég á systur sem er ári eldri en ég og eigum við nokkrar minningar frá því við tókum samræmd próf árið 1997 og 1998. Ég man meira eftir hennar prófi heldur en mínu, því ég fylgdist vel með henni undirbúa sig og taka prófin því ég átti eftir að ganga í gegnum þetta sama ári seinna. Eftir íslenskuprófið hennar man ég að hún gat stært sig af því að hafa svarað rétt þegar spurt var um hvað orðið kafald þýðir. Við ólumst upp með ömmu okkar sem notaði þetta orð mikið og er þetta annað orð yfir snjókomu. Hún var ánægð með sig því það vissi enginn hvað þetta orð þýddi. Einhverjir giskuðu rétt á þetta orð en flestir svöruðu vitlaust. Hvernig mælir þetta kunnáttu íslenskra barna á stöðu þeirra í íslensku? Ef þú elst upp með ömmu þinni ertu góður, heppinn eða hvað? Mínir jafnaldrar muna einnig eftir stærðfræðiprófinu 1997. Nemendur komu grátandi úr því prófi. Ég fann grein í Morgunblaðinu sem fjallaði um þetta umtalaða próf, þar sem spurt var hver tilgangurinn hefði eiginlega verið með þessu prófi? Átti það ekki að mæla kunnáttu? Systir mín tók þetta próf sem var alltof langt og nemendur sem höfðu góða kunnáttu í stærðfræði voru farnir að brotna niður í prófinu. Kennarinn var sveittur að hlaupa á milli, stappa í nemendur stálinu og undir lokin var hann farinn að hjálpa þeim, því hann gat ekki horft upp á þetta ástand. Ég man að ég var í sjokki eftir þetta. Þetta beið mín næsta ár. Ég var samt alveg frekar raunsæ því ég vissi alveg þarna að prófið sem ég myndi fara í yrði ekki svona erfitt. Það gæti bara ekki verið að svona klúður yrði tvö ár í röð. Það var rétt hjá mér. Prófið sem ég tók var betra. Eftir að hafa lokið þessu prófi lá leið mín í framhaldsskóla. Ég man ekki eftir því að hafa þurft að takast á við svona erfitt próf í framhaldsskóla. Ég var bara fegin að hafa komist inn í skólann sem ég vildi og kláraði hann með sóma. Þó var gerð heiðarleg tilraun til að leggja fyrir samræmd próf í framhaldsskólum en þau voru fljótt lögð niður því þau virkuðu ekki þar. Eftir framhaldsskóla sótti ég síðan um háskólanám og háskólinn var ekki að velja inn nemendur eftir samræmdum prófum úr framhaldsskóla. Það heyrðust heldur ekki gagnrýnisraddir að framhaldskólanemendur stæðu ekki undir einkunnum sínum og að einkunnin 8 úr þessum skóla væri ekki það sama og einkunnin 8 úr hinum skólanum. Er það af því að langflestir umsækjendur komast inn í háskólanám nema í þær greinar þar sem er inntökupróf. Af hverju er svona mikil umræða um samanburð á einkunnagjöf á milli grunnskóla en ekki framhaldsskóla? ,,Ef þú hefðir verið í þessum grunnskóla hefðir þú sko ekki fengið A.“ Þurfa framhaldsskólarnir sem eru vinsælir að fara að taka upp inntökupróf svo grunnskólinn sleppi við sleggjudómana? Ég er ekki hlynnt því og finnst á stjórnendum framhaldsskólanna að þeir eru ekkert að velta því fyrir sér heldur. Þeir treysta grunnskólunum fyrir því faglega starfi sem þeir sinna. Ef ég væri nemandi sem er ekki sterkur í íslensku og stærðfræði en ég er frábær í myndmennt, hverju skila samræmd próf mér öðru en niðurbroti? Er hægt að taka samræmt próf í myndmennt? Ég er nemandi í grunnskóla og ég get ekki valið að sleppa íslensku og stærðfræði. Af hverju eru íslenska og stærðfræði mikilvægustu fögin? Íslenska er grunnur alls náms en þú þarft ekki að vita hvað orðið kafald þýðir til að vera góður í íslensku. Börn sem fara í hópíþróttir er raðað eftir getu í lið A-D eða jafnvel F. Börnin sem eru í lakari liðunum gefast frekar upp heldur en hinir en það er þeirra val að vera í þessu áhugamáli. Ég get alveg skrifað aðra grein um áhrif þessarar getuskiptingar, en þarna hafa börnin val og geta hætt í sinni íþrótt og farið í eitthvað annað áhugamál. Öll börn eru í grunnskóla og þeim er kennt eftir aðalnámskrá grunnskóla. Barn getur ekki hætt í grunnskólanum og farið í annað áhugamál. Þeir sem eru lakir í bóklegu námi, gefast þeir þá upp á skólanum? Má það? Fara þeir þá í skólaforðun? Er ekki okkar að ýta styrkleikum nemenda upp og láta þá blómstra í námi. Ef samræmd próf væru í þeirri mynd sem þau voru ættum við þá að senda alla nemendur í samræmt próf ef við vitum að það er ekki gott fyrir þá? Ég hef einnig upplifað að vera kennari og horft á nemendur mína taka samræmd próf. Þá var búið að breyta nafninu í samræmd könnunarpróf til að milda aðeins höggið en stressið var alveg jafn mikið í nemenda hópnum. Á þessum tíma var búið að færa prófin á rafrænt form yfir á spjaldtölvur sem varð til þess að kerfið þoldi ekki allt álagið og prófin frusu. Mikil geðshræring varð meðal nemenda og margir gátu ekki klárað prófin sín. Ég var að hugga nemendur sem sáu fram á að komast ekki inn í Verzlunarskólann af því að þau náðu ekki að klára prófin vegna tæknilegra örðugleika við framkvæmd prófanna. Erum við að efla seiglu og þrautseigju nemenda með því að láta þau ganga í gegnum þetta? Prófunum var hætt og þá tóku við mörg ár án nokkurra prófa. Árin eru búin að vera of mörg. Mikilvægt er að vera með mælitæki, en ekki á sama formi og samræmdu prófin voru. Ég fagna tilkomu Matsferils og hvernig framkvæmd á þeim prófum á að vera. Það þurfa ekki allir að vera tilbúnir miðvikudaginn 26. mars kl. 9:00 að taka samræmt könnunarpróf í stærðfræði. Prófin eru opin á ákveðnu tímabili og leiða hvern nemanda í gegnum prófið og enginn fer sömu leið í því. Þannig fást niðurstöður fyrir hvert og eitt barn og með því fæst möguleiki á því að mæta þörfum þess. Það er ekki þessi ógnar mikla pressa að þú verður að standa þig því annars kemstu ekki inn í Verzló eða MR. Okkur vantar mælikvarðann sem nú er að koma. Matstæki sem vonandi eflir íslenskt skólastarf. Við þurfum Matsferil fyrir fleiri námsgreinar en íslensku og stærðfræði en þó má hann ekki alfarið stýra kennslunni okkar svo allir nemendur fara ekki inn í sama boxið. Við verðum að bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir alla nemendur, ýta styrkleikum þeirra upp og leyfa þeim að efla nám sitt sem tengist þeirra áhugasviði. Við viljum leggja áherslu á skapandi skólastarf og skapandi skil á verkefnum. Samræmd próf mæla það ekki. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Sjá meira
Kaldur sviti, hraður hjartsláttur og þvalir lófar. Einbeitingin það mikil að hún reyndi að yfirtaka stressið. „Nú hefst samræmt próf í stærðfræði.“ Svona er minning mín eftir að hafa upplifað að taka samræmt próf sem nemandi. Ég á systur sem er ári eldri en ég og eigum við nokkrar minningar frá því við tókum samræmd próf árið 1997 og 1998. Ég man meira eftir hennar prófi heldur en mínu, því ég fylgdist vel með henni undirbúa sig og taka prófin því ég átti eftir að ganga í gegnum þetta sama ári seinna. Eftir íslenskuprófið hennar man ég að hún gat stært sig af því að hafa svarað rétt þegar spurt var um hvað orðið kafald þýðir. Við ólumst upp með ömmu okkar sem notaði þetta orð mikið og er þetta annað orð yfir snjókomu. Hún var ánægð með sig því það vissi enginn hvað þetta orð þýddi. Einhverjir giskuðu rétt á þetta orð en flestir svöruðu vitlaust. Hvernig mælir þetta kunnáttu íslenskra barna á stöðu þeirra í íslensku? Ef þú elst upp með ömmu þinni ertu góður, heppinn eða hvað? Mínir jafnaldrar muna einnig eftir stærðfræðiprófinu 1997. Nemendur komu grátandi úr því prófi. Ég fann grein í Morgunblaðinu sem fjallaði um þetta umtalaða próf, þar sem spurt var hver tilgangurinn hefði eiginlega verið með þessu prófi? Átti það ekki að mæla kunnáttu? Systir mín tók þetta próf sem var alltof langt og nemendur sem höfðu góða kunnáttu í stærðfræði voru farnir að brotna niður í prófinu. Kennarinn var sveittur að hlaupa á milli, stappa í nemendur stálinu og undir lokin var hann farinn að hjálpa þeim, því hann gat ekki horft upp á þetta ástand. Ég man að ég var í sjokki eftir þetta. Þetta beið mín næsta ár. Ég var samt alveg frekar raunsæ því ég vissi alveg þarna að prófið sem ég myndi fara í yrði ekki svona erfitt. Það gæti bara ekki verið að svona klúður yrði tvö ár í röð. Það var rétt hjá mér. Prófið sem ég tók var betra. Eftir að hafa lokið þessu prófi lá leið mín í framhaldsskóla. Ég man ekki eftir því að hafa þurft að takast á við svona erfitt próf í framhaldsskóla. Ég var bara fegin að hafa komist inn í skólann sem ég vildi og kláraði hann með sóma. Þó var gerð heiðarleg tilraun til að leggja fyrir samræmd próf í framhaldsskólum en þau voru fljótt lögð niður því þau virkuðu ekki þar. Eftir framhaldsskóla sótti ég síðan um háskólanám og háskólinn var ekki að velja inn nemendur eftir samræmdum prófum úr framhaldsskóla. Það heyrðust heldur ekki gagnrýnisraddir að framhaldskólanemendur stæðu ekki undir einkunnum sínum og að einkunnin 8 úr þessum skóla væri ekki það sama og einkunnin 8 úr hinum skólanum. Er það af því að langflestir umsækjendur komast inn í háskólanám nema í þær greinar þar sem er inntökupróf. Af hverju er svona mikil umræða um samanburð á einkunnagjöf á milli grunnskóla en ekki framhaldsskóla? ,,Ef þú hefðir verið í þessum grunnskóla hefðir þú sko ekki fengið A.“ Þurfa framhaldsskólarnir sem eru vinsælir að fara að taka upp inntökupróf svo grunnskólinn sleppi við sleggjudómana? Ég er ekki hlynnt því og finnst á stjórnendum framhaldsskólanna að þeir eru ekkert að velta því fyrir sér heldur. Þeir treysta grunnskólunum fyrir því faglega starfi sem þeir sinna. Ef ég væri nemandi sem er ekki sterkur í íslensku og stærðfræði en ég er frábær í myndmennt, hverju skila samræmd próf mér öðru en niðurbroti? Er hægt að taka samræmt próf í myndmennt? Ég er nemandi í grunnskóla og ég get ekki valið að sleppa íslensku og stærðfræði. Af hverju eru íslenska og stærðfræði mikilvægustu fögin? Íslenska er grunnur alls náms en þú þarft ekki að vita hvað orðið kafald þýðir til að vera góður í íslensku. Börn sem fara í hópíþróttir er raðað eftir getu í lið A-D eða jafnvel F. Börnin sem eru í lakari liðunum gefast frekar upp heldur en hinir en það er þeirra val að vera í þessu áhugamáli. Ég get alveg skrifað aðra grein um áhrif þessarar getuskiptingar, en þarna hafa börnin val og geta hætt í sinni íþrótt og farið í eitthvað annað áhugamál. Öll börn eru í grunnskóla og þeim er kennt eftir aðalnámskrá grunnskóla. Barn getur ekki hætt í grunnskólanum og farið í annað áhugamál. Þeir sem eru lakir í bóklegu námi, gefast þeir þá upp á skólanum? Má það? Fara þeir þá í skólaforðun? Er ekki okkar að ýta styrkleikum nemenda upp og láta þá blómstra í námi. Ef samræmd próf væru í þeirri mynd sem þau voru ættum við þá að senda alla nemendur í samræmt próf ef við vitum að það er ekki gott fyrir þá? Ég hef einnig upplifað að vera kennari og horft á nemendur mína taka samræmd próf. Þá var búið að breyta nafninu í samræmd könnunarpróf til að milda aðeins höggið en stressið var alveg jafn mikið í nemenda hópnum. Á þessum tíma var búið að færa prófin á rafrænt form yfir á spjaldtölvur sem varð til þess að kerfið þoldi ekki allt álagið og prófin frusu. Mikil geðshræring varð meðal nemenda og margir gátu ekki klárað prófin sín. Ég var að hugga nemendur sem sáu fram á að komast ekki inn í Verzlunarskólann af því að þau náðu ekki að klára prófin vegna tæknilegra örðugleika við framkvæmd prófanna. Erum við að efla seiglu og þrautseigju nemenda með því að láta þau ganga í gegnum þetta? Prófunum var hætt og þá tóku við mörg ár án nokkurra prófa. Árin eru búin að vera of mörg. Mikilvægt er að vera með mælitæki, en ekki á sama formi og samræmdu prófin voru. Ég fagna tilkomu Matsferils og hvernig framkvæmd á þeim prófum á að vera. Það þurfa ekki allir að vera tilbúnir miðvikudaginn 26. mars kl. 9:00 að taka samræmt könnunarpróf í stærðfræði. Prófin eru opin á ákveðnu tímabili og leiða hvern nemanda í gegnum prófið og enginn fer sömu leið í því. Þannig fást niðurstöður fyrir hvert og eitt barn og með því fæst möguleiki á því að mæta þörfum þess. Það er ekki þessi ógnar mikla pressa að þú verður að standa þig því annars kemstu ekki inn í Verzló eða MR. Okkur vantar mælikvarðann sem nú er að koma. Matstæki sem vonandi eflir íslenskt skólastarf. Við þurfum Matsferil fyrir fleiri námsgreinar en íslensku og stærðfræði en þó má hann ekki alfarið stýra kennslunni okkar svo allir nemendur fara ekki inn í sama boxið. Við verðum að bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir alla nemendur, ýta styrkleikum þeirra upp og leyfa þeim að efla nám sitt sem tengist þeirra áhugasviði. Við viljum leggja áherslu á skapandi skólastarf og skapandi skil á verkefnum. Samræmd próf mæla það ekki. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun