Kalli Snæ biðst afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 23:37 Guðmundur Karl Snæbjörnsson. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12
Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56
Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda