„Meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:02 Logi er á leið til Tyrklands. samsunspor Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson er á leið til tyrkneska félagsins Samsunspor eftir tveggja ára veru hjá Strömsgodset í Noregi. Hann segir þátttöku liðsins í Evrópukeppni hafa átt stóran þátt í ákvörðuninni og skrifaði undir fjögurra ára samning án þess að heimsækja borgina Samsun. Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira