Skattgreiðendur látnir borga brúsann Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 10:01 Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun