Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 11:48 Helene Spilling er þekkt í Noregi sem dansari, þar sem hún hefur keppt í sjónvarpsþáttum, en Martin Ödegaard var ungur orðinn að fótboltastjörnu. EPA-EFE/Thomas Fure Norskur ljósmyndari sem ætlaði sér að ná myndum af brúðhjónunum og gestum, í brúðkaupi Arsenal-mannsins Martins Ödegaard og danskonunnar Helene Spilling Ödegaard, var gripinn af öryggisvörðum og borinn í burtu. Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure Noregur Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure
Noregur Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira