Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2025 19:31 Indiana Pacers hafa komið mörgum á óvart hvað eftir annað í úrslitakeppninni og myndu gera það líka með sigri í nótt. Getty/Jason Miller Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers mætast í kvöld í leik sjö í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta, hreinum úrslitaleik um titilinn. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugafólk fær svona leik. Þetta er tuttugasti hreini úrslitaleikurinn um NBA titilinn en jafnframt sá fyrsti í níu ár. Þessi veisla verður sýnd beint á Sýn Sport 2 í kvöld og hefst upphitunin klukkan 23.30 en leikurinn rétt eftir miðnætti. Indiana Pacers hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni og tryggði sér oddaleik með sannfærandi sigri í leik sex. Liðið hefur hvað eftir annað verið afskrifað en kemur alltaf til baka. Í kvöld er liðið aftur á móti á útivelli í Oklahoma City og sagan er ekki með þeim þar. Þetta er tuttugasti oddaleikurinn um NBA titilinn en aðeins fjórum sinnum hefur útiliðið náð að vinna. Heimaliðin hafa unnið 15 af 19 leikjum eða 79 prósent oddaleikjanna. Eitt af þeim sem hefur fagnað sigri á útivelli er lið Cleveland Cavaliers sem fagnaði sigri í síðasta oddaleik um titilinn sem fór fram árið 2016. Cleveland vann þá fjögurra stiga sigur á Golen State Warriors á útivelli, 93-89, þar sem LeBron James var með þrefalda tvennu, skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hin þrjú útiliðin til að vinna oddaleik um titilinn eru Washington Bullets 1978, Boston Celtics 1974 og Boston Celtics 1969. Síðastnefnda Boston liðið var með Bill Russell sem spilandi þjálfara. Bill Russell vann þá NBA titilinn í ellefta skiptið á þrettán árum en þetta var hans síðasti leikur á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Þetta er tuttugasti hreini úrslitaleikurinn um NBA titilinn en jafnframt sá fyrsti í níu ár. Þessi veisla verður sýnd beint á Sýn Sport 2 í kvöld og hefst upphitunin klukkan 23.30 en leikurinn rétt eftir miðnætti. Indiana Pacers hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni og tryggði sér oddaleik með sannfærandi sigri í leik sex. Liðið hefur hvað eftir annað verið afskrifað en kemur alltaf til baka. Í kvöld er liðið aftur á móti á útivelli í Oklahoma City og sagan er ekki með þeim þar. Þetta er tuttugasti oddaleikurinn um NBA titilinn en aðeins fjórum sinnum hefur útiliðið náð að vinna. Heimaliðin hafa unnið 15 af 19 leikjum eða 79 prósent oddaleikjanna. Eitt af þeim sem hefur fagnað sigri á útivelli er lið Cleveland Cavaliers sem fagnaði sigri í síðasta oddaleik um titilinn sem fór fram árið 2016. Cleveland vann þá fjögurra stiga sigur á Golen State Warriors á útivelli, 93-89, þar sem LeBron James var með þrefalda tvennu, skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hin þrjú útiliðin til að vinna oddaleik um titilinn eru Washington Bullets 1978, Boston Celtics 1974 og Boston Celtics 1969. Síðastnefnda Boston liðið var með Bill Russell sem spilandi þjálfara. Bill Russell vann þá NBA titilinn í ellefta skiptið á þrettán árum en þetta var hans síðasti leikur á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira