Váleg þróun að ríki telji sig ekki þurfa að færa rök fyrir því að beita hervaldi Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2025 08:59 Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir líklegt að Íranir bregðist við árásum Bandaríkjamanna. Aðsend Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir líklegustu sviðsmyndina í heimsmálunum að Íranar bregðist við sprengjuárás Bandaríkjamanna með árás og takmörkun á olíuflutningum. Erlingur segir sviðsmyndina neikvæða og það sé váleg þróun að ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Ísrael telji sig geta beitt hervaldi án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir því. Erlingur ræddi stöðu heimsmálanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú síðast hafi hann lesið um eldflaugar frá Íran að lenda fyrir utan Jerúsalem, það séu áfram árásir á báða bóga en í stóra samhenginu velti menn fyrir sér hvernig árásir bandaríska hersins heppnuðust og hvort þeim hafi tekist að laska kjarnorkuáætlun Írana eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur fram. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sex sprengjum á Íran en forseti Bandaríkjanna segir þau samt ekki beinan aðila að átökum Írans og Ísraels. Erlingur segir það tóma þvælu „Það er alveg ljóst að þessar aðgerðir brjóta í bága við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem heimild til svona árása er aðeins í sjálfsvörn og ef þú ætlar að gera slíkt verðurðu að sýna fram á að það sé nauðsyn til þess að gera slíkar árásir, og það hafa Bandaríkjamenn ekki einu sinni reynt,“ segir Erlingur en rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lögðu sig fram um að sannfæra fólk um innrás í Írak Erlingur segir það einu sinni hafa verið svo að þjóðir hafi hagað sér eins og þær vildu. Svo hafi orðið tvær heimsstyrjaldir og þá hafi þjóðir heimsins ákveðið að setja sér sameiginlegar leikreglur og stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar. Erlingur segir áhugavert, í tengslum við atburðarásina sem nú á sér stað að, að skoða hana í samhengi við innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003. Það hafi verið feigðarför en Bandaríkjamenn hafi lagt sig fram um að sannfæra aðra um að það væri brýn ástæða til þess að beita hervaldi. „Nú er staðan sú í heimsmálunum að fyrst Rússar, núna Trump og Ísraelsmenn, sem standa í átökum við nágranna sína, telja sig ekki þurfa að færa nein rök fyrir svona hernaðaraðgerðum og það er auðvitað váleg þróun.“ Nánast útilokað að staðfesta árangur Hvað varðar þróun mála í Miðausturlöndum segir Erlingur erfitt að segja til um það. Hann horfi þó til dæmis til þess hvernig árásir Bandaríkjamanna heppnuðust. Það sé nánast útilokað að staðfesta að þeir hafi náð að eyðileggja stöðvunum djúpt inn í fjallinu í Fordo. Erlingur segist hafa rætt við sérfræðing sem hafi unnið við að skipuleggja loftárásir fyrir Bandaríkjamenn. Hann hafi það eftir honum að almennt séð sé erfitt að meta árangur loftárása, oft sé það hrein ágiskun. Þá segir Erlingur að annað sem hann líti til, með framhaldið, séu viðbrögð Írana. Hvort eða hvernig þeir muni bregðast við. Íranska þingið hafi samþykkt að loka eigi fyrir olíuflutning í frá Persaflóa í gegnum Hormússund en lokaákvörðun um það liggi þó hjá þjóðaröryggisráði Írana. „Hvoru tveggja, hernaðarlegt svar Írana og svo einhvers konar árásir á olíuflutninga, myndi kalla þá á aukin átök og frekari árásir Bandaríkjamanna myndi ég telja.“ Sendi þoturnar nánast um leið og hann gaf sér tvær vikur Erlingur segir þátttöku Bandaríkjamanna í átökunum ekki hafa komið á óvart. Trump hafi verið búin að segja að hann hafi ætlað að gefa sér tvær vikur í ákvörðunina. Það sé vitað að það taki sprengiþoturnar 18 klukkustundir að fljúga á áfangastað þannig hann hafi verið búinn að ákveða sig daginn eftir. Það hafi þannig komið á óvart en ákvörðun Trump um að beita hervaldi hafi legið fyrir. Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísraels, hafi tekist að sannfæra hann um að það væri nauðsynlegt. Erlingur segir Kínverja miklu háðari olíu frá Persaflóa en til dæmis Bandaríkjamenn og því hafi Kínverjar biðlað til deiluaðila að róa sig. Það liggi fyrir að þeir hafi áhyggjur og þeir muni líklega reyna að beita sér til koma í veg fyrir frekari átök. Utanríkisráðherra Írana sé staddur í Moskvu til að ræða við Pútín og það séu fleiri ríki að reyna að blanda sér í það hvernig sé hægt að koma böndum á þessi átök. Evrópuþjóðir eigi að standa vörð um stofnsáttmála SÞ Erlingur er staddur í London og segist skynja hljóðið í Evrópu að þar finnist leiðtogum það ólíðandi að Íran komi sér upp kjarnavopnum en þeir hafi á sama tíma hvatt til diplómatískra lausna. Erlingur segir Evrópuþjóðir eiga að standa vörð um stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og eiga að andmæla því, þó það séu Bandaríkjamenn sem beiti valdinu, að hernaði sé beitt án sannanlegs tilefnis. Erlingur segist ekki vilja spá um framhaldið en gefi sér þó að enn verði hægt að ræða áframhaldandi átök eftir viku. Hann gæti séð fyrir sér að Íranar verði á þeim tíma búnir að gera einhvers konar árás á bandaríska herstöð á svæðinu og mögulega hreyfa sig í þá átt að takmarka olíuflutninga um Hormússund og það gæti hafa kallað á frekari loftárásir Bandaríkjamanna. „Frekar neikvæð sviðsmynd eins og vanalega hjá mér en það er heimsmálunum að kenna, ekki mér.“ Íran Ísrael Bandaríkin Kína Rússland Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Bítið Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Aðdragandinn: Hótanir og árásir á hótanir og árásir ofan Átökin í Mið-Austurlöndum stigmögnuðust gríðarlega í gærkvöldi þegar Bandaríkjaher hóf loftárásir á Íran. Níu dagar eru síðan Ísraelar hófu að skjóta á Íran en átökin eiga sér lengri aðdraganda. 22. júní 2025 14:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Erlingur ræddi stöðu heimsmálanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú síðast hafi hann lesið um eldflaugar frá Íran að lenda fyrir utan Jerúsalem, það séu áfram árásir á báða bóga en í stóra samhenginu velti menn fyrir sér hvernig árásir bandaríska hersins heppnuðust og hvort þeim hafi tekist að laska kjarnorkuáætlun Írana eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur fram. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sex sprengjum á Íran en forseti Bandaríkjanna segir þau samt ekki beinan aðila að átökum Írans og Ísraels. Erlingur segir það tóma þvælu „Það er alveg ljóst að þessar aðgerðir brjóta í bága við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem heimild til svona árása er aðeins í sjálfsvörn og ef þú ætlar að gera slíkt verðurðu að sýna fram á að það sé nauðsyn til þess að gera slíkar árásir, og það hafa Bandaríkjamenn ekki einu sinni reynt,“ segir Erlingur en rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lögðu sig fram um að sannfæra fólk um innrás í Írak Erlingur segir það einu sinni hafa verið svo að þjóðir hafi hagað sér eins og þær vildu. Svo hafi orðið tvær heimsstyrjaldir og þá hafi þjóðir heimsins ákveðið að setja sér sameiginlegar leikreglur og stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar. Erlingur segir áhugavert, í tengslum við atburðarásina sem nú á sér stað að, að skoða hana í samhengi við innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003. Það hafi verið feigðarför en Bandaríkjamenn hafi lagt sig fram um að sannfæra aðra um að það væri brýn ástæða til þess að beita hervaldi. „Nú er staðan sú í heimsmálunum að fyrst Rússar, núna Trump og Ísraelsmenn, sem standa í átökum við nágranna sína, telja sig ekki þurfa að færa nein rök fyrir svona hernaðaraðgerðum og það er auðvitað váleg þróun.“ Nánast útilokað að staðfesta árangur Hvað varðar þróun mála í Miðausturlöndum segir Erlingur erfitt að segja til um það. Hann horfi þó til dæmis til þess hvernig árásir Bandaríkjamanna heppnuðust. Það sé nánast útilokað að staðfesta að þeir hafi náð að eyðileggja stöðvunum djúpt inn í fjallinu í Fordo. Erlingur segist hafa rætt við sérfræðing sem hafi unnið við að skipuleggja loftárásir fyrir Bandaríkjamenn. Hann hafi það eftir honum að almennt séð sé erfitt að meta árangur loftárása, oft sé það hrein ágiskun. Þá segir Erlingur að annað sem hann líti til, með framhaldið, séu viðbrögð Írana. Hvort eða hvernig þeir muni bregðast við. Íranska þingið hafi samþykkt að loka eigi fyrir olíuflutning í frá Persaflóa í gegnum Hormússund en lokaákvörðun um það liggi þó hjá þjóðaröryggisráði Írana. „Hvoru tveggja, hernaðarlegt svar Írana og svo einhvers konar árásir á olíuflutninga, myndi kalla þá á aukin átök og frekari árásir Bandaríkjamanna myndi ég telja.“ Sendi þoturnar nánast um leið og hann gaf sér tvær vikur Erlingur segir þátttöku Bandaríkjamanna í átökunum ekki hafa komið á óvart. Trump hafi verið búin að segja að hann hafi ætlað að gefa sér tvær vikur í ákvörðunina. Það sé vitað að það taki sprengiþoturnar 18 klukkustundir að fljúga á áfangastað þannig hann hafi verið búinn að ákveða sig daginn eftir. Það hafi þannig komið á óvart en ákvörðun Trump um að beita hervaldi hafi legið fyrir. Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísraels, hafi tekist að sannfæra hann um að það væri nauðsynlegt. Erlingur segir Kínverja miklu háðari olíu frá Persaflóa en til dæmis Bandaríkjamenn og því hafi Kínverjar biðlað til deiluaðila að róa sig. Það liggi fyrir að þeir hafi áhyggjur og þeir muni líklega reyna að beita sér til koma í veg fyrir frekari átök. Utanríkisráðherra Írana sé staddur í Moskvu til að ræða við Pútín og það séu fleiri ríki að reyna að blanda sér í það hvernig sé hægt að koma böndum á þessi átök. Evrópuþjóðir eigi að standa vörð um stofnsáttmála SÞ Erlingur er staddur í London og segist skynja hljóðið í Evrópu að þar finnist leiðtogum það ólíðandi að Íran komi sér upp kjarnavopnum en þeir hafi á sama tíma hvatt til diplómatískra lausna. Erlingur segir Evrópuþjóðir eiga að standa vörð um stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og eiga að andmæla því, þó það séu Bandaríkjamenn sem beiti valdinu, að hernaði sé beitt án sannanlegs tilefnis. Erlingur segist ekki vilja spá um framhaldið en gefi sér þó að enn verði hægt að ræða áframhaldandi átök eftir viku. Hann gæti séð fyrir sér að Íranar verði á þeim tíma búnir að gera einhvers konar árás á bandaríska herstöð á svæðinu og mögulega hreyfa sig í þá átt að takmarka olíuflutninga um Hormússund og það gæti hafa kallað á frekari loftárásir Bandaríkjamanna. „Frekar neikvæð sviðsmynd eins og vanalega hjá mér en það er heimsmálunum að kenna, ekki mér.“
Íran Ísrael Bandaríkin Kína Rússland Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Bítið Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Aðdragandinn: Hótanir og árásir á hótanir og árásir ofan Átökin í Mið-Austurlöndum stigmögnuðust gríðarlega í gærkvöldi þegar Bandaríkjaher hóf loftárásir á Íran. Níu dagar eru síðan Ísraelar hófu að skjóta á Íran en átökin eiga sér lengri aðdraganda. 22. júní 2025 14:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13
Aðdragandinn: Hótanir og árásir á hótanir og árásir ofan Átökin í Mið-Austurlöndum stigmögnuðust gríðarlega í gærkvöldi þegar Bandaríkjaher hóf loftárásir á Íran. Níu dagar eru síðan Ísraelar hófu að skjóta á Íran en átökin eiga sér lengri aðdraganda. 22. júní 2025 14:45