Á flandri í klandri Jens Garðar Helgason skrifar 23. júní 2025 13:03 Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar