Á flandri í klandri Jens Garðar Helgason skrifar 23. júní 2025 13:03 Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun