Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 16:37 Sjö börn eru meðal þeirra sem komin eru til Jórdaníu og stefna til Íslands. AP/Jehad Alshrafi Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira