Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 11:53 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. vísir/vilhelm Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“ Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“
Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira