Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2025 15:31 Eva Nyström og Danielle van de Donk í baráttu í vítateignum, þegar ótrúlegur klaufaskapur Finna hófst í aðdraganda seinna marks Hollands. Getty/Roy Lazet Finnar hafa nú spilað sinn síðasta æfingaleik áður en að þeir mæta Íslandi í fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta næsta miðvikudag. Þær finnsku fengu á sig tvö afar klaufaleg mörk í Hollandi í gær og var það seinna alveg sérstaklega slysalegt. Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira