Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar 28. júní 2025 08:00 Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar