Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2025 19:21 Mikill fjöldi tók þátt í göngunni í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda tóku þátt í baráttugöngu fyrir réttindum hinsegin fólks sem fram fór í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í dag, í trássi við vilja stjórnvalda þar í landi sem gáfu ekki leyfi fyrir göngunni. Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís. Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís.
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01