Stelpurnar okkar mættar í paradísina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 09:03 Það ku vera fallegt í Gunten í Sviss og það er það svo sannarlega. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. Íslenski hópurinn er nú kominn alla leið í höfuðstöðvar sínar í Sviss sem er litla fjallaþorpið Gunten sem stendur við bakka Thun vatnsins. Þar mun íslenska liðið dvelja á meðan þær eru inni á mótinu. Íslenska mætir Finnum í fyrsta leik í borginni Thun sem er í aðeins tólf mínútna fjarlægð frá hóteli stelpnanna. Þriðji leikurinn er einnig í Thun en leikurinn í miðjunni í riðlinum verður spilaður á móti heimakonum og fer fram í Bern sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Gunten. Samfélagsmiðladeild Knattspyrnusambands Íslands hefur byrjað þetta mót afar vel og leyft áhugasömum að skyggnast bak við tjöldin í æfingabúðunum liðsins í Serbíu. Það var engin breyting á því eftir þennan ferðadag. Nýjasta myndbandið er einmitt frá komu stelpnanna til Gunten en þar segir „mættar í paradísina“ og miðað við myndirnar þá er hægt að taka undir þau orð. Það var vel tekið á móti stelpunum á hótelinu því þær fengu heiðursvörð, það var klappað fyrir þeim og íslenski fáninn var áberandi alls staðar. Það er auðvitað mikilvægt að það fari vel um liðið á mótinu og það vantar ekki útsýnið og náttúrufegurðina í kringum hótelið. Stelpurnar enduðu daginn á því að leika sér niður við vatnið og fá sér kaffisopa í kvöldsólinni á svölum hótelsins. Það þarf líklega enginn að hafa mikla áhyggjur af því að það fari ekki vel um þær á paradísarstað eins og þessum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Íslenski hópurinn er nú kominn alla leið í höfuðstöðvar sínar í Sviss sem er litla fjallaþorpið Gunten sem stendur við bakka Thun vatnsins. Þar mun íslenska liðið dvelja á meðan þær eru inni á mótinu. Íslenska mætir Finnum í fyrsta leik í borginni Thun sem er í aðeins tólf mínútna fjarlægð frá hóteli stelpnanna. Þriðji leikurinn er einnig í Thun en leikurinn í miðjunni í riðlinum verður spilaður á móti heimakonum og fer fram í Bern sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Gunten. Samfélagsmiðladeild Knattspyrnusambands Íslands hefur byrjað þetta mót afar vel og leyft áhugasömum að skyggnast bak við tjöldin í æfingabúðunum liðsins í Serbíu. Það var engin breyting á því eftir þennan ferðadag. Nýjasta myndbandið er einmitt frá komu stelpnanna til Gunten en þar segir „mættar í paradísina“ og miðað við myndirnar þá er hægt að taka undir þau orð. Það var vel tekið á móti stelpunum á hótelinu því þær fengu heiðursvörð, það var klappað fyrir þeim og íslenski fáninn var áberandi alls staðar. Það er auðvitað mikilvægt að það fari vel um liðið á mótinu og það vantar ekki útsýnið og náttúrufegurðina í kringum hótelið. Stelpurnar enduðu daginn á því að leika sér niður við vatnið og fá sér kaffisopa í kvöldsólinni á svölum hótelsins. Það þarf líklega enginn að hafa mikla áhyggjur af því að það fari ekki vel um þær á paradísarstað eins og þessum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira