Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. júní 2025 15:02 Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson ræddu varnarmál á Sprengisandi í morgun ásamt Erlingi Erlingssyni hernaðarsagnfræðingi. Vísir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur. Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur.
Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira