Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar 30. júní 2025 11:31 Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun