Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar 30. júní 2025 11:31 Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar