Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 07:03 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru tvær góðar ástæður fyrir því að Ísland muni slá í gegn á EM í Sviss. vísir/Anton Opta tölfræðiveitan telur meira en helmingslíkur á að stelpurnar okkar fari upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit á EM í fótbolta. Þá eru 2,1% líkur á því að þær hreinlega lyfti Evrópumeistarabikarnum 27. júlí. Möguleikinn er því til staðar og hægt að færa góð rök fyrir því að Íslandi muni í það minnsta vegna afar vel á mótinu. EM kvenna í fótbolta hefst hér í Sviss á morgun þegar Ísland mætir Finnlandi, klukkan 16 að íslenskum tíma. Liðið mætir svo heimakonum á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Tvö liðanna komast áfram í útsláttarkeppnina, í 8-liða úrslit og spila þar við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Í gær skoðuðum við málin með svartsýnum augum en hérna eru fimm ástæður fyrir því að Ísland muni slá í gegn á EM og jafnvel hreinlega fara alla leið: Leikmenn í allra fremstu röð. Við eigum mögulega besta miðvörð heims í Glódís Perlu. Við erum með fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, Sveindísi Jane, sem getur brunað fram úr öllum og kastað yfir alla. Við erum með eina mest spennandi tíu mótsins í Karólínu Leu og langbesta markvörðinn á Ítalíu í vetur í Cecilíu Rán. Svona mætti áfram telja. Spila bara við þær bestu. Leikirnir sem Ísland hefur verið að spila síðasta rúma árið hafa verið við bestu lið heims. Leikir við þjóðir eins og Bandaríkin, Kanada, Frakkland og Þýskaland hljóta að þroska liðið, eftir mikil kynslóðaskipti frá síðasta EM, og hafa líka sýnt að það er ekki eitthvað óbrúanlegt bil á milli Íslands og þeirra allra bestu. Léttasti riðillinn. Höfum eitt á hreinu, það er enginn riðill á sextán liða EM léttur. En þökk sé magnaðri undankeppni Íslands, þar sem liðið endaði fyrir ofan Austurríki, fengu stelpurnar sæti í næstefsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla. Sæti með Englandi, Danmörku og Ítalíu. Svo var dregið og þá fékk Ísland langslakasta liðið úr efsta flokknum, Sviss, sem fékk að vera þar sem gestgjafi. Nákvæmlega ekkert auðvelt í þessu en þessi riðill veitir tækifæri.Ef Ísland ynni það þrekvirki að enda efst í riðlinum gæti liðið svo mögulega sloppið við Spán í 8-liða úrslitum og fengið vel viðráðanlegan leik, eftir góða hvíld, um að komast í undanúrslitin. Þá eru bara tveir leikir í bikarinn. Tvö prósent? Það er alla vega séns. Þjálfararnir þekkja þetta allt. Þorsteinn Halldórsson er mættur á sitt annað stórmót með Ísland, enn taplaus eftir EM 2022, og hans hundtryggi aðstoðarmaður Ásmundur Haraldsson er á sínu þriðja móti eftir að hafa einnig aðstoðað Frey Alexandersson 2017. Þeir þekkja því allt sem viðkemur því að taka þátt í svona móti sem hlýtur að hjálpa helling til í öllum undirbúningi og þegar í leikina sjálfa kemur, og vita hvað upp á vantar frá fyrri mótum. Þær eru víkingar. Ókey, þetta er klisja en þetta er líka staðreynd. Það er ekkert lið á þessu móti að fara að berjast af sama óbilandi krafti og eljusemi eins og Ísland. Stelpurnar unnu flestar tæklingar á síðasta Evrópumóti og það er engin tilviljun. Það þarf ekkert að skora mörg mörk til að vinna svona mót, ef liðið berst nógu grimmilega og heldur andstæðingnum í skefjum. Þær eru með geggjaða liðsheild, leyfi mér að fullyrða þá bestu á mótinu, og með stemninguna með sér í liði eru Íslendingar oft ósigrandi. Við þetta mætti svo vonandi bæta að íslenskir stuðningsmenn gætu gert gæfumuninn. Þeir hafa svo sannarlega verið magnaðir á mótum í gegnum tíðina. En stemningin á síðasta heimaleik liðsins fyrir EM, gegn Frökkum á endurbættum Laugardalsvelli í byrjun júní, var samt ekkert frábær og kannski ekki víst að þarna sé hægt að tala um forskot á önnur lið. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. 30. júní 2025 15:57 Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. 30. júní 2025 15:47 EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. 30. júní 2025 10:00 Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Íslenska kvennalandsliðið fékk óvænta heimsókn á hótelið sitt við bakka Thun-vatns í Sviss í morgun þegar lyfjaeftirlitið mætti á staðinn. 30. júní 2025 08:46 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira
EM kvenna í fótbolta hefst hér í Sviss á morgun þegar Ísland mætir Finnlandi, klukkan 16 að íslenskum tíma. Liðið mætir svo heimakonum á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Tvö liðanna komast áfram í útsláttarkeppnina, í 8-liða úrslit og spila þar við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Í gær skoðuðum við málin með svartsýnum augum en hérna eru fimm ástæður fyrir því að Ísland muni slá í gegn á EM og jafnvel hreinlega fara alla leið: Leikmenn í allra fremstu röð. Við eigum mögulega besta miðvörð heims í Glódís Perlu. Við erum með fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, Sveindísi Jane, sem getur brunað fram úr öllum og kastað yfir alla. Við erum með eina mest spennandi tíu mótsins í Karólínu Leu og langbesta markvörðinn á Ítalíu í vetur í Cecilíu Rán. Svona mætti áfram telja. Spila bara við þær bestu. Leikirnir sem Ísland hefur verið að spila síðasta rúma árið hafa verið við bestu lið heims. Leikir við þjóðir eins og Bandaríkin, Kanada, Frakkland og Þýskaland hljóta að þroska liðið, eftir mikil kynslóðaskipti frá síðasta EM, og hafa líka sýnt að það er ekki eitthvað óbrúanlegt bil á milli Íslands og þeirra allra bestu. Léttasti riðillinn. Höfum eitt á hreinu, það er enginn riðill á sextán liða EM léttur. En þökk sé magnaðri undankeppni Íslands, þar sem liðið endaði fyrir ofan Austurríki, fengu stelpurnar sæti í næstefsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla. Sæti með Englandi, Danmörku og Ítalíu. Svo var dregið og þá fékk Ísland langslakasta liðið úr efsta flokknum, Sviss, sem fékk að vera þar sem gestgjafi. Nákvæmlega ekkert auðvelt í þessu en þessi riðill veitir tækifæri.Ef Ísland ynni það þrekvirki að enda efst í riðlinum gæti liðið svo mögulega sloppið við Spán í 8-liða úrslitum og fengið vel viðráðanlegan leik, eftir góða hvíld, um að komast í undanúrslitin. Þá eru bara tveir leikir í bikarinn. Tvö prósent? Það er alla vega séns. Þjálfararnir þekkja þetta allt. Þorsteinn Halldórsson er mættur á sitt annað stórmót með Ísland, enn taplaus eftir EM 2022, og hans hundtryggi aðstoðarmaður Ásmundur Haraldsson er á sínu þriðja móti eftir að hafa einnig aðstoðað Frey Alexandersson 2017. Þeir þekkja því allt sem viðkemur því að taka þátt í svona móti sem hlýtur að hjálpa helling til í öllum undirbúningi og þegar í leikina sjálfa kemur, og vita hvað upp á vantar frá fyrri mótum. Þær eru víkingar. Ókey, þetta er klisja en þetta er líka staðreynd. Það er ekkert lið á þessu móti að fara að berjast af sama óbilandi krafti og eljusemi eins og Ísland. Stelpurnar unnu flestar tæklingar á síðasta Evrópumóti og það er engin tilviljun. Það þarf ekkert að skora mörg mörk til að vinna svona mót, ef liðið berst nógu grimmilega og heldur andstæðingnum í skefjum. Þær eru með geggjaða liðsheild, leyfi mér að fullyrða þá bestu á mótinu, og með stemninguna með sér í liði eru Íslendingar oft ósigrandi. Við þetta mætti svo vonandi bæta að íslenskir stuðningsmenn gætu gert gæfumuninn. Þeir hafa svo sannarlega verið magnaðir á mótum í gegnum tíðina. En stemningin á síðasta heimaleik liðsins fyrir EM, gegn Frökkum á endurbættum Laugardalsvelli í byrjun júní, var samt ekkert frábær og kannski ekki víst að þarna sé hægt að tala um forskot á önnur lið.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. 30. júní 2025 15:57 Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. 30. júní 2025 15:47 EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. 30. júní 2025 10:00 Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Íslenska kvennalandsliðið fékk óvænta heimsókn á hótelið sitt við bakka Thun-vatns í Sviss í morgun þegar lyfjaeftirlitið mætti á staðinn. 30. júní 2025 08:46 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira
„Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. 30. júní 2025 15:57
Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. 30. júní 2025 15:47
EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. 30. júní 2025 10:00
Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Íslenska kvennalandsliðið fékk óvænta heimsókn á hótelið sitt við bakka Thun-vatns í Sviss í morgun þegar lyfjaeftirlitið mætti á staðinn. 30. júní 2025 08:46