„Engar svakalegar reglur hér“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 22:32 Guðný Árnadóttir er frá Hornafirði en bjó einnig tæp tvö ár í Vík í Mýrdal, áður en hún flutti á höfuðborgarsvæðið. Síðan þá hefur hún leikið sem atvinnumaður á Ítalíu og nú í Svíþjóð, og er mætt á sitt annað stórmót. vísir/Anton Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport