Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 16:09 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna á morgun. vísir/Anton Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. „Staðan er góð. Það eru allar heilar og allar klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Höfum haft það fínt og æft vel. Við verðum klár í þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í Thun í dag og hafði því ekkert nema góðar fréttir að færa. Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði sat fundinn einnig og var sérstaklega spurð út í sín mál, eftir að hafa glímt við snúin meiðsli í vor. „Já, staðan er í toppstandi. Ég er mjög klár í þetta,“ sagði Glódís og svaraði játandi þegar hún var spurð enn frekar hvort að meiðslin væru alveg frá. Þorsteinn segir að búast megi við hörkuleik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma: Margt sem liðin eiga sameiginlegt „Allir sem að skoða leikmenn sem spila fyrir Finnland sjá það að finnska liðið er gott, hörkulið og þetta verður erfiður leikur á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Það er margt sem liðin hafa sameiginlegt. Þetta eru tvö lið, með liðsheild og liðsbrag. Þessi leikur gæti orðið drulluskemmtilegur. Þetta er fyrsti leikur Finna á stórmóti í svolítinn tíma. Fyrir okkur skiptir þessi leikur gríðarlegu máli og þá líka. Ég held að Finnar hafi verið mjög glaðir þegar dregið var í riðla. Þeir horfa á þennan leik sem leik sem þeir verða að vinna og það gerum við líka. Þetta verða tvö skemmtileg lið sem mætast og svo er bara að sjá hvort liðið verður betra á morgun,“ sagði Þorsteinn sem er mættur á sitt annað stórmót, taplaus eftir EM 2022: „Auðvitað lærir maður alltaf af fyrra móti og svo erum við búin að spila marga spennandi leiki síðan þá. Ég held að ég sé betur undirbúinn en síðast. Mér líður þannig og trúi því og það er bara tilhlökkun að taka þátt í þessu aftur. Ég er tilbúinn í gott mót.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
„Staðan er góð. Það eru allar heilar og allar klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Höfum haft það fínt og æft vel. Við verðum klár í þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í Thun í dag og hafði því ekkert nema góðar fréttir að færa. Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði sat fundinn einnig og var sérstaklega spurð út í sín mál, eftir að hafa glímt við snúin meiðsli í vor. „Já, staðan er í toppstandi. Ég er mjög klár í þetta,“ sagði Glódís og svaraði játandi þegar hún var spurð enn frekar hvort að meiðslin væru alveg frá. Þorsteinn segir að búast megi við hörkuleik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma: Margt sem liðin eiga sameiginlegt „Allir sem að skoða leikmenn sem spila fyrir Finnland sjá það að finnska liðið er gott, hörkulið og þetta verður erfiður leikur á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Það er margt sem liðin hafa sameiginlegt. Þetta eru tvö lið, með liðsheild og liðsbrag. Þessi leikur gæti orðið drulluskemmtilegur. Þetta er fyrsti leikur Finna á stórmóti í svolítinn tíma. Fyrir okkur skiptir þessi leikur gríðarlegu máli og þá líka. Ég held að Finnar hafi verið mjög glaðir þegar dregið var í riðla. Þeir horfa á þennan leik sem leik sem þeir verða að vinna og það gerum við líka. Þetta verða tvö skemmtileg lið sem mætast og svo er bara að sjá hvort liðið verður betra á morgun,“ sagði Þorsteinn sem er mættur á sitt annað stórmót, taplaus eftir EM 2022: „Auðvitað lærir maður alltaf af fyrra móti og svo erum við búin að spila marga spennandi leiki síðan þá. Ég held að ég sé betur undirbúinn en síðast. Mér líður þannig og trúi því og það er bara tilhlökkun að taka þátt í þessu aftur. Ég er tilbúinn í gott mót.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira