„Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 07:02 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna í dag vísir/Anton Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun feta nýjan stíg í dag er hún leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn í fyrsta skipti á stórmóti. Hún segir að um stóra stund fyrir sig sé að ræða. Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira