Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Þorsteinn landsliðsþjálfari á síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik sinn á EM kvenna í Sviss. Ísland mætir Finnlandi í dag klukkan fjögur. Ísland og Finnland mætast í fyrsta leik EM í fótbolta í Sviss í dag. Þjálfarar beggja liða eru sammála um að mikilvægi góðra úrslita strax í fyrsta sé gífurlegt. Finnarnir reyndu að varpa pressunni yfir á Íslendinga á blaðamannafundi í gær. Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira