Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir, Kristín Ólöf Grétarsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa 2. júlí 2025 08:02 „Við þurfum að taka okkur tíma til að horfast í augu við hvert annað, leggja símann til hliðar og eiga samverustundir með fullri þátttöku og innlifun. […] almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og næsta haust með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa.“ Þessi orð eru tekin úr ávarpi forseta Íslands á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. á Austurvelli. Hér er um að ræða mikilvæga hvatningu inn í sumarið til betri umgengni við skjátæki og samfélagsmiðla með það að markmiði að efla samverustundir með vinum og fjölskyldu. Við ætlum að gera okkar besta til að taka þessi orð forseta okkur til fyrirmyndar og hvetjum þig til þess að gera slíkt hið sama. Rétt eins og Halla Tómasdóttir ætlum við að leiða með fordæmi og líta inn á við því verkefnið hefst hjá okkur sjálfum. Í stað þess að mæta öðrum ásakandi skulum við mæta þessu verkefni af jákvæðni og á uppbyggilegan hátt með kærleikann að leiðarljósi. Krafturinn er í samstöðunni Þegar að við reynum að takast á við stór samfélagsleg verkefni sem einstaklingar þá er hættan að við missum þrótt því við upplifum okkur ein og máttlaus. Þegar að við hinsvegar lítum upp þá byrjum við að sjá að við erum ekki fá heldur fjölmörg um allt land sem erum að taka sömu skrefin. Nýtum það sem vel er gert til að minna okkur á samtakamáttinn og vitundarvakninguna sem er að skapast. Lyftum upp öllum góðum verkefnum og hjálpum þeim að skjóta rótum víðar. Evrópuár um stafræna borgaravitund Árið 2025 er Evrópuár um stafræna borgarvitund og af því tilefni munu fjölmörg áhugaverð og gagnleg verkefni líta dagsins ljós. Gefið verður út nýtt og spennandi fræðsluefni, haldnir verða fræðslu viðburðir og málþing, samtakamáttur foreldra verður virkjaður í fræðsluherferð, breytingar gerðar á aðalnámskrá og aukin áhersla á rannsóknir, svo einhver dæmi séu tekin. Þá verður ráðist í stóra herferð á landsvísu í upplýsinga- og miðlalæsis vikunni í október sem nefnist „Líttu upp.“ Sveitarfélög byrjuð að taka skrefin sjálf Fjölmörg sveitarfélög um allt land hafa staðið fyrir metnaðarfullum verkefnum þar sem markmiðið er að efla félagslegt netöryggi, tengsl og heilbrigða nálgun á notkun skjátækja. Nokkur dæmi (ekki tæmandi listi): Við erum þorpið: Horfumst í augu í Hafnarfirði – Fjölþætt átak sem miðar af því að styðja við innleiðingu á símafríi í grunnskólum bæjarins, með áherslu á betri líðan, samskipti og námsumhverfi barna. Verkefni sem miðar að því að opna samtal um skjánotkun, tengsl og samveru án tækja. Markmiðið er að efla samstarf heimila, skóla og samfélags og hvetja til meðvitundar, ábyrgðar og samstöðu um betra samfélag fyrir börnin okkar og okkur öll. Netöryggi í Múlaþingi – Markmið verkefnisins snýr að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi meðal barna, ungmenna, foreldra, kennara og annarra í sveitarfélaginu og veita fræðslu um örugga netnotkun og hvernig hægt er að stuðla að jákvæðu stafrænu umhverfi. Símafriður á Akureyri – Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar lagði fram nýjar samræmdar símareglur og sáttmála um símafrið. Tilgangurinn með sáttmálanum var fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Hópurinn átti víðtækt samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk auk þess sem nemendum á mið- og unglingastigi var tryggð fræðsla um netöryggismál og áhrif símanotkunar. Símasáttmáli foreldra barna á yngsta stigi – Samtakahópurinn í Reykjanesbæ - Samtakahópurinn, þverfaglegur forvarnarhópur í Reykjanesbæ, stóð fyrir fræðslu til foreldra í 1.– 4. bekk um skjánotkun barna í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Í lok fræðslu fór fram vinnustofa þar sem unnið var að sáttmála um skjánotkun. Markmiðið verkefnisins voru að: (i) Foreldrar og forsjáraðilar yrðu upplýstir um áhrif skjánotkunar, (ii) Foreldrar og forsjáraðilar fengju tækifæri til að setja skýr mörk um skjánotkun, (iii) Foreldrar og forsjáraðilar myndu vinna saman að jákvæðu og heilbrigðu umhverfi fyrir börnin sín Hér koma 10 ráð fyrir foreldra sem gott er að hafa bak við eyrað í sumarfríinu: 1. Skipuleggið skjálausa daga Til að minnka skjánotkun er gott að byrja sumarið með nokkrum dögum sem eru vel skipulagðir með útiveru, leik og samveru með fjölskyldu og vinum. Eftir slíka daga verður mun auðveldara fyrir börnin að finna sér skjálausa afþreyingu á eigin spýtur yfir sumartímann. Það þurfa ekki allir dagar að vera skjálausir – eitt kvöld í viku er góð byrjun. 2. Það er í lagi að leiðast Það þarf samt sem áður ekki að vera stöðug skemmtun í gangi yfir allt sumarið. Það er allt í lagi að leiðast – í raun er það stundum besta leiðin til að ná ímyndunaraflinu á flug. Róleg samvera, spjall, lestur eða bara að dunda sér er verðmætur hluti af sumrinu. 3. Verum fyrirmyndir Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Gerum þetta saman sem fjölskylda og njótum nærverunnar. Ef við sem foreldrar erum sífellt í símanum, eru börnin líkleg til að gera hið sama. Þegar að við leggjum símann frá okkur og erum til staðar fyrir börnin okkar þá sendir það sterk og góð skilaboð. 4. Það þarf ekki allt að fara í story Missum við af augnablikinu í leitinni af rétta sjónarhorninu til að taka mynd fyrir samfélagsmiðla. Það þarf ekki að ná mynd af öllu sem gerist í sumarfríinu og það er alls ekki nauðsynlegt að pósta þeim öllum. Það er allt í lagi að eiga bara myndirnar fyrir okkur sjálf til að rifja upp minningar. Virðum mörk barnanna okkar – vilja þau fá að vera í friði í sumarfríinu og njóta eða setja upp sparibrosið í aðalhlutverki í story hjá foreldrum sínum? 5. Finnið skjálitla samveru með öðrum Talið við vini barnanna og aðra foreldra. Spyrjið hvort þau vilji taka þátt í símafríum með ykkur – hvort sem það er dagsferð, grillpartý eða bara að hittast án skjáa. Stuðningur frá öðrum fjölskyldum getur gert stóran mun. 6. Notið skjátíma sem samveru Skjátími getur verið dýrmæt samverustund ef hann er meðvitaður og sameiginlegur. Veljum okkur saman bíómynd og eigum fallegt kósýkvöld saman upp í sófa. ATH. Bannað að stelast í símann á meðan, við erum ekki að missa af neinu á TikTok eða Facebook. Við gætum hins vegar misst af atriði í myndinni sem börnin okkar vilja tala um. 7. Það má svara seinna Það getur verið erfitt sem unglingur að horfa upp á vinahópinn tvístrast út um allt í ferðalögum í sumarfríinu. Það er eðlilegt að vilja halda sambandi við vini og það bera að virða. Á sama tíma er líka mikið álag sem fylgir því að þurfa að vera stöðugt á bakvakt þegar að skilaboðin berast. Setjum okkur saman ramma yfir það hvenær dagsins við viljum svara vinum og fjölskyldu og hvenær við viljum stilla tækið á „do not disturb“ og vera saman. Þetta kallast sumarfrí, það má svara seinna. 8. Bílaleikurinn Við kunnum ekki leiki sem við höfum ekki lært. Á ferð um landið skulum við rifja upp gömlu bílaleikina, horfa út um gluggann á fallega landið sem við búum í, segjum sögur og syngja með laginu í útvarpinu. Það getur verið skammvinnur vermir að kaupa sér frið með skjátæki. 9. Það eru ekki allir í betra sumarfríi en þú Samfélagsmiðlar geta ýtt undir samanburð þegar að við sitjum í okkar eigin sumarfríi að skruna yfir myndir af öllum sem við þekkjum á ferð og flugi um allan heim, í sundfötum og vel til hafðir, filteraðir og Photoshop-aðir. Látum ekki samanburðinn skemma fyrir okkar eigin fríi. Þeirra frí er ekkert betra en okkar og við erum flott og frábær eins og við erum. 10. Þetta þarf ekki að vera fullkomið Þessar hugmyndir eru ekki til þess gerðar að láta okkur fá samviskubit í sumarfrínu. Það er ekkert eitt sem gildir fyrir okkur öll. Við erum mörg og mismunandi, með allskonar þarfir og áskoranir. Það mikilvægasta er að við finnum okkar takt. Þessum ráðum er ætlað að hjálpa okkur að hægja á og njóta. Það þarf ekkert að gera allt og allt í einu, bara eitthvað eitt er góð byrjun. Listinn er langt í frá tæmandi. Ef þú ert með einhverja góða lausn sem hefur virkað vel þá skaltu hiklaust deila henni áfram því það gæti hjálpað öðrum. Saman getum við stuðlað að jákvæðri breytingu í samfélaginu okkar. Tökum saman höndum, hjálpumst að og styðjum hvort annað. Öll skref sem við tökum í rétta átt skipta máli. Lítum upp og horfumst í augu. Við trúum á þig! Höfundar eru: Anna Laufey Stefánsdóttir, móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð Kristín Ólöf Grétarsdóttir, kennaramenntuð móðir, í foreldraráði Hafnarfjarðar og í stjórn Heimilis og skóla Skúli Bragi Geirdal, faðir og fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
„Við þurfum að taka okkur tíma til að horfast í augu við hvert annað, leggja símann til hliðar og eiga samverustundir með fullri þátttöku og innlifun. […] almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og næsta haust með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa.“ Þessi orð eru tekin úr ávarpi forseta Íslands á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. á Austurvelli. Hér er um að ræða mikilvæga hvatningu inn í sumarið til betri umgengni við skjátæki og samfélagsmiðla með það að markmiði að efla samverustundir með vinum og fjölskyldu. Við ætlum að gera okkar besta til að taka þessi orð forseta okkur til fyrirmyndar og hvetjum þig til þess að gera slíkt hið sama. Rétt eins og Halla Tómasdóttir ætlum við að leiða með fordæmi og líta inn á við því verkefnið hefst hjá okkur sjálfum. Í stað þess að mæta öðrum ásakandi skulum við mæta þessu verkefni af jákvæðni og á uppbyggilegan hátt með kærleikann að leiðarljósi. Krafturinn er í samstöðunni Þegar að við reynum að takast á við stór samfélagsleg verkefni sem einstaklingar þá er hættan að við missum þrótt því við upplifum okkur ein og máttlaus. Þegar að við hinsvegar lítum upp þá byrjum við að sjá að við erum ekki fá heldur fjölmörg um allt land sem erum að taka sömu skrefin. Nýtum það sem vel er gert til að minna okkur á samtakamáttinn og vitundarvakninguna sem er að skapast. Lyftum upp öllum góðum verkefnum og hjálpum þeim að skjóta rótum víðar. Evrópuár um stafræna borgaravitund Árið 2025 er Evrópuár um stafræna borgarvitund og af því tilefni munu fjölmörg áhugaverð og gagnleg verkefni líta dagsins ljós. Gefið verður út nýtt og spennandi fræðsluefni, haldnir verða fræðslu viðburðir og málþing, samtakamáttur foreldra verður virkjaður í fræðsluherferð, breytingar gerðar á aðalnámskrá og aukin áhersla á rannsóknir, svo einhver dæmi séu tekin. Þá verður ráðist í stóra herferð á landsvísu í upplýsinga- og miðlalæsis vikunni í október sem nefnist „Líttu upp.“ Sveitarfélög byrjuð að taka skrefin sjálf Fjölmörg sveitarfélög um allt land hafa staðið fyrir metnaðarfullum verkefnum þar sem markmiðið er að efla félagslegt netöryggi, tengsl og heilbrigða nálgun á notkun skjátækja. Nokkur dæmi (ekki tæmandi listi): Við erum þorpið: Horfumst í augu í Hafnarfirði – Fjölþætt átak sem miðar af því að styðja við innleiðingu á símafríi í grunnskólum bæjarins, með áherslu á betri líðan, samskipti og námsumhverfi barna. Verkefni sem miðar að því að opna samtal um skjánotkun, tengsl og samveru án tækja. Markmiðið er að efla samstarf heimila, skóla og samfélags og hvetja til meðvitundar, ábyrgðar og samstöðu um betra samfélag fyrir börnin okkar og okkur öll. Netöryggi í Múlaþingi – Markmið verkefnisins snýr að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi meðal barna, ungmenna, foreldra, kennara og annarra í sveitarfélaginu og veita fræðslu um örugga netnotkun og hvernig hægt er að stuðla að jákvæðu stafrænu umhverfi. Símafriður á Akureyri – Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar lagði fram nýjar samræmdar símareglur og sáttmála um símafrið. Tilgangurinn með sáttmálanum var fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Hópurinn átti víðtækt samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk auk þess sem nemendum á mið- og unglingastigi var tryggð fræðsla um netöryggismál og áhrif símanotkunar. Símasáttmáli foreldra barna á yngsta stigi – Samtakahópurinn í Reykjanesbæ - Samtakahópurinn, þverfaglegur forvarnarhópur í Reykjanesbæ, stóð fyrir fræðslu til foreldra í 1.– 4. bekk um skjánotkun barna í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Í lok fræðslu fór fram vinnustofa þar sem unnið var að sáttmála um skjánotkun. Markmiðið verkefnisins voru að: (i) Foreldrar og forsjáraðilar yrðu upplýstir um áhrif skjánotkunar, (ii) Foreldrar og forsjáraðilar fengju tækifæri til að setja skýr mörk um skjánotkun, (iii) Foreldrar og forsjáraðilar myndu vinna saman að jákvæðu og heilbrigðu umhverfi fyrir börnin sín Hér koma 10 ráð fyrir foreldra sem gott er að hafa bak við eyrað í sumarfríinu: 1. Skipuleggið skjálausa daga Til að minnka skjánotkun er gott að byrja sumarið með nokkrum dögum sem eru vel skipulagðir með útiveru, leik og samveru með fjölskyldu og vinum. Eftir slíka daga verður mun auðveldara fyrir börnin að finna sér skjálausa afþreyingu á eigin spýtur yfir sumartímann. Það þurfa ekki allir dagar að vera skjálausir – eitt kvöld í viku er góð byrjun. 2. Það er í lagi að leiðast Það þarf samt sem áður ekki að vera stöðug skemmtun í gangi yfir allt sumarið. Það er allt í lagi að leiðast – í raun er það stundum besta leiðin til að ná ímyndunaraflinu á flug. Róleg samvera, spjall, lestur eða bara að dunda sér er verðmætur hluti af sumrinu. 3. Verum fyrirmyndir Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Gerum þetta saman sem fjölskylda og njótum nærverunnar. Ef við sem foreldrar erum sífellt í símanum, eru börnin líkleg til að gera hið sama. Þegar að við leggjum símann frá okkur og erum til staðar fyrir börnin okkar þá sendir það sterk og góð skilaboð. 4. Það þarf ekki allt að fara í story Missum við af augnablikinu í leitinni af rétta sjónarhorninu til að taka mynd fyrir samfélagsmiðla. Það þarf ekki að ná mynd af öllu sem gerist í sumarfríinu og það er alls ekki nauðsynlegt að pósta þeim öllum. Það er allt í lagi að eiga bara myndirnar fyrir okkur sjálf til að rifja upp minningar. Virðum mörk barnanna okkar – vilja þau fá að vera í friði í sumarfríinu og njóta eða setja upp sparibrosið í aðalhlutverki í story hjá foreldrum sínum? 5. Finnið skjálitla samveru með öðrum Talið við vini barnanna og aðra foreldra. Spyrjið hvort þau vilji taka þátt í símafríum með ykkur – hvort sem það er dagsferð, grillpartý eða bara að hittast án skjáa. Stuðningur frá öðrum fjölskyldum getur gert stóran mun. 6. Notið skjátíma sem samveru Skjátími getur verið dýrmæt samverustund ef hann er meðvitaður og sameiginlegur. Veljum okkur saman bíómynd og eigum fallegt kósýkvöld saman upp í sófa. ATH. Bannað að stelast í símann á meðan, við erum ekki að missa af neinu á TikTok eða Facebook. Við gætum hins vegar misst af atriði í myndinni sem börnin okkar vilja tala um. 7. Það má svara seinna Það getur verið erfitt sem unglingur að horfa upp á vinahópinn tvístrast út um allt í ferðalögum í sumarfríinu. Það er eðlilegt að vilja halda sambandi við vini og það bera að virða. Á sama tíma er líka mikið álag sem fylgir því að þurfa að vera stöðugt á bakvakt þegar að skilaboðin berast. Setjum okkur saman ramma yfir það hvenær dagsins við viljum svara vinum og fjölskyldu og hvenær við viljum stilla tækið á „do not disturb“ og vera saman. Þetta kallast sumarfrí, það má svara seinna. 8. Bílaleikurinn Við kunnum ekki leiki sem við höfum ekki lært. Á ferð um landið skulum við rifja upp gömlu bílaleikina, horfa út um gluggann á fallega landið sem við búum í, segjum sögur og syngja með laginu í útvarpinu. Það getur verið skammvinnur vermir að kaupa sér frið með skjátæki. 9. Það eru ekki allir í betra sumarfríi en þú Samfélagsmiðlar geta ýtt undir samanburð þegar að við sitjum í okkar eigin sumarfríi að skruna yfir myndir af öllum sem við þekkjum á ferð og flugi um allan heim, í sundfötum og vel til hafðir, filteraðir og Photoshop-aðir. Látum ekki samanburðinn skemma fyrir okkar eigin fríi. Þeirra frí er ekkert betra en okkar og við erum flott og frábær eins og við erum. 10. Þetta þarf ekki að vera fullkomið Þessar hugmyndir eru ekki til þess gerðar að láta okkur fá samviskubit í sumarfrínu. Það er ekkert eitt sem gildir fyrir okkur öll. Við erum mörg og mismunandi, með allskonar þarfir og áskoranir. Það mikilvægasta er að við finnum okkar takt. Þessum ráðum er ætlað að hjálpa okkur að hægja á og njóta. Það þarf ekkert að gera allt og allt í einu, bara eitthvað eitt er góð byrjun. Listinn er langt í frá tæmandi. Ef þú ert með einhverja góða lausn sem hefur virkað vel þá skaltu hiklaust deila henni áfram því það gæti hjálpað öðrum. Saman getum við stuðlað að jákvæðri breytingu í samfélaginu okkar. Tökum saman höndum, hjálpumst að og styðjum hvort annað. Öll skref sem við tökum í rétta átt skipta máli. Lítum upp og horfumst í augu. Við trúum á þig! Höfundar eru: Anna Laufey Stefánsdóttir, móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð Kristín Ólöf Grétarsdóttir, kennaramenntuð móðir, í foreldraráði Hafnarfjarðar og í stjórn Heimilis og skóla Skúli Bragi Geirdal, faðir og fjölmiðlafræðingur
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun