Fótbolti

Twitter yfir leiknum gegn Finn­landi: Von­brigði í Thun

Árni Jóhannsson skrifar
Fyrirliði Íslands, Glódís Perla Viggósdóttir, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
Fyrirliði Íslands, Glódís Perla Viggósdóttir, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Vísir / Anton Brink

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins, sem hóf leik á EM2025 í Sviss í dag, létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X sem áður var þekktur sem Twitter. 

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins, sem hóf leik á EM2025 í Sviss í dag, létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X sem áður var þekktur sem Twitter.

Íslenska landsliðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í 0-1 tapi fyrir Finnlandi í opnunarleik Evrópumeistaramóts kvenna 2025 sem fram fer í Sviss. Ísland náði engum takti í sinn leik og voru heppnar að vera ekki undir í hálfleik 

Í seinni hálfleik dundu óhöppin svo yfir. Glódís Perla þurfti að hverfa frá vegna meiðsla, Hildur Antonsdóttir var rekin af velli og á 70. mínútu skoruðu Finnar eina mark leiksins. Ísland hafði ekki gæðin í að koma til baka og því fór sem fór.

Fyrir leik

Stuðningsmenn höfðu áhyggjur, vonir og væntingar ásamt því að hafa skoðun á umgjörðinni.

Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikur vakti ekki neina kátínu.

Það var lítið hægt að segja um frammistöðuna en Ísland var meira í vörn en nokkuð annað í fyrri hálfleik.

Í hálfleik

Í háfleik var lítið að frétta annað en að áhyggjur voru af Glódísi fyrirliða sem tvisvar fékk aðhlynningu. Staðan var 0-0 í hálfleik.

En það var reynt að vera á léttu nótunum.

Seinni hálfleikur

Stuðningsmenn um víða veröld sýndu Glódísi stuðning en fyrirliðinn þurfti að hverfa af vettvangi í hálfleik.

Eins og oft áður er trúin rík á leikmönnum lðisins.

Hildur Antonsdóttir var send útaf á 58. mínútu þegar hún fékk seinna gula spjaldið sitt. Það voru duldar meiningar á hvað var dæmt og menn ræddu það.

Svo sættu menn sig við spjaldið og hrósuðu dómaranum.

Ekki batnaði andinn eftir að Finnar komust yfir á 70. mínútu.

Eftir leik

Það var lítið jákvætt hægt að segja eftir leik.


Tengdar fréttir

Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap

Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×