Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 19:45 Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands. vísir Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“ Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira